Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 57
Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður þar sem mikið er lagt upp úr góðum starfsanda og
sjálfstæðum vinnubrögðum. Við leggjum gríðarlega áherslu á sterka liðsheild! Svo ef þú ert hress og lífsglöð
manneskja sem vilt umgangast glás af lífsglöðu hæfileikafólki, vaxa og dafna í spennandi umhverfi, vinna
fjölbreytt starf og hafa nóg að gera, þá viljum við endilega fá þig í hópinn!
Vilt þú vinna í frábæru liði
sem þróar vörur og þjónustur
á stækkandi dansgólfi á
stærsta skemmtistað í heimi?
Ert þú..
• Liðsmanneskja með framúrskarandi hæfni í mannlegum
samskiptum, hræðist ekki að gera mistök og tekur þig
ekki of alvarlega?
• Með drifkraft, metnað og vinnur markvisst að mark-
miðum þínum, bæði í einkalífi og í vinnunni?
• Lausnamiðuð manneskja, sérð áskoranir sem tækifæri
og hefur ekkert á móti því að spyrja erfiðra spurninga?
Sérfræðingur
í kerfisþróun
(DevOps)
Í þessu fjölbreytta starfi munt þú
m.a. vinna að því að einfalda
og bæta umhverfi og verkferla
til hugbúnaðargerðar hjá Nova,
vinna að útgáfuferlum, sjálfvirkum
prófunum og sinna eftirliti á hug-
búnaði í rekstri.
Meira á Alfreð.is
Senior
Bakendaforritari
Fjölbreytt hlutverk þar sem þú
munt taka þátt í þróun og upp-
byggingu á sölu-, áskrifta- og
viðskiptamannakerfum Nova,
vinna að samþættingu kerfa og
sinna skipulagi verkefna í samstarfi
við kröfuhafa, vörustjóra og aðra
sem koma að vöruþróun.
Meira á Alfreð.is
Framendaforritari
Þú munt taka virkan þátt í þróun
á veflausnum sem styðja við sölu
og þjónustu á vörum á fjarskipta-
markaði, taka þátt í teymisvinnu við
úrlausn og skipulagningu verkefna,
koma að vöruþróun, samskiptum við
hönnuði, kröfuhafa og aðra leik-
menn á dansgólfinu.
Meira á Alfreð.is
App forritari
Sem app forritari munt þú sjá um
þróun og viðhald á Nova appinu.
Þú munt taka þátt í teymisvinnu við
úrlausn og skipulagningu verkefna,
koma að vöruþróun, samskiptum við
hönnuði, kröfuhafa og aðra leik-
menn á dansgólfinu.
Meira á Alfreð.is
PO (Vörustjóri)
Þitt hlutverk er að þróa nýjar og
núverandi vörur á einstaklingsmarkaði
enn frekar og stuðla að því að fjölga
ánægðum viðskiptavinum. Þú vinnur
þvert á vöru-, markaðs-, þróunar og
stjórnendateymi Nova og stjórnar
sambandi við helstu hagsmunaaðila.
Meira á Alfreð.is
Gagnaforritari
(e. Data Engineer)
Hlutverkið snýr að hönnun og
útfærslu gagnainnviða Nova,
ásamt því að dansa þétt með
hagsmunaaðilum og öðrum
sérfræðingum til að tryggja að
afurðir gagnainnviðana séu
gagnlegar og tímabærar.
Meira á Alfreð.is
Vilt þú..
• Vinna með margverðlaunuðu vöruteymi og
metnaðarfullum vinnufélögum?
• Hafa áhrif á framtíð og þróun starfrænna vara?
• Taka þátt í að smíða vörur sem hundruðir þúsunda
notenda nýta alla daga?
• Þróa tæknikunnáttu þína og vinna í ‘scrum/agile’
umhverfi í áhugasömu og styðjandi teymi?