Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 76

Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 76
Instrumental tónlist gefur öðru- vísi pláss til að njóta og mögulega meira tækifæri til að hugsa inn á við. Svo er tónlist barokktíma- bilsins svo íhugul. Una Sveinbjarnardóttir Una Sveinbjarnardóttir var sex ára þegar hún hóf nám í fiðluleik og í dag er hún þriðji konsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún mun flytja drauma- verkið, Fiðlukonsert í E-dúr eftir J.S. Bach á jólatónleik- um Kammersveitar Reykja- víkur, annan sunnudag í aðventu. jme@frettabladid.is Fiðlan er gullfallegt hljóðfæri, bæði hvað varðar form og hljóm. Sem starfandi tónlistarmaður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands segir Una að fiðlan sé stór hluti af lífinu. „Ég eyði gríðarlegum tíma í að æfa og spila á fiðluna og sem betur fer finnst mér þetta endalaust skemmtilegt hljóðfæri,“ segir Una. „Það er svo gaman hversu ótrú­ lega fjölbreytt hljóð geta komið frá fiðlunni. Allt frá alveg gífur­ lega fallegum tónum til hrikalega ljótra og allt þar á milli. Indverjar segja að fiðlan sé það hljóðfæri sem kemst næst mannsröddinni og ég hef alltaf tengt sterkt við þetta. Fyrir mér býður fiðlan upp á tjáningarform sögunnar, eins og mannsröddin. Hún enda liggur við hálsinn þegar maður spilar. Tón­ sviðið er eins og röddin og það má túlka svo margt með hljóminum, allt frá depurð til ofsagleði og allt þar á milli. Það er allur tilfinninga­ skalinn þarna undir.“ Una fæst einnig við tónsmíðar á strengja­ kvartettum fyrir Strokkvartettinn Sigga. Þá lauk sveitin nýlega við upptökur á öllum strengjakvart­ ettum Atla Heimis. Helþjökuð af heimþrá „Ég var sex ára þegar ég byrjaði í Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Ellefu ára fór ég að læra hjá Tón­ listarskólanum í Reykjavík. Ég held það hafi verið ég sem valdi fiðluna en ég var líka hrifin af trompeti og píanóinu. Ég var líka mjög virk í íþróttum og æfði badminton og skylmingar og hafði því eiginlega ekki tíma í að læra á fleiri en eitt hljóðfæri.“ Una fór í framhaldsnám í fiðlu­ leik í Köln og lauk Konzertexamen frá UdK í Berlín. „Í Þýskalandi er rík tónlistarhefð og ég lærði hjá konsertmeistara Berlínarfílharm­ óníunnar, Thomas Brandis. Ég var í Berlín í alls sjö ár og flutti heim til Íslands árið 2005, helþjökuð af heimþrá,“ segir Una, en bætir við: „Það er þó alltaf gaman að koma til Berlínar og ég hef fengið æðisleg tækifæri til að koma þar fram með Bach hringir inn jólin með Kammersveitinni Una er á góðri leið með að komast í jólaskapið, en jólastelpan innra með henni mun vakna fyllilega á jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur 5. desember. Fréttablaðið/Eyþór Árnason ýmsum hljómsveitum og kammer­ sveitum.“ Fríið endist í tvo daga án fiðlu En fer fiðlan alltaf með þér í útlandaferðir? „Ef ég fer til útlanda og í lengri ferðir, þá tek ég fiðluna alltaf með mér. Einu sinni fór ég til Prag án fiðlunnar. Það var í fyrsta vetrar­ fríinu mínu í Köln. Það frí entist í tvo daga. Þá var ég búin að fjárfesta í fiðlu,“ segir Una og hlær. „Þessi fiðla er stundum kölluð popp­ fiðlan á mínu heimili. Hún hljómar rosalega vel uppmögnuð, en er nú í eigu Úlfs bróður míns. Ég tek mér þó alveg sumarfrí frá stanslausum æfingum og fer í fjallgöngur og dagsferðir, án þess að taka fiðluna með mér,“ bætir Una við. Þá er ekki úr vegi að spyrja til hversu margra landa fiðlan hefur ferðast með Unu. „Fiðlan hefur ferðast með mér víða um heim og ég hef ekki tölu á því hve mörg löndin eru orðin. Ég túraði með Björk og það ferðalag koveraði náttúrulega mjög mörg lönd. Svo var ég að læra í Köln og Berlín og ferðaðist þá víða. Með Sinfóníu­ hljómsveit Íslands er mér eftir­ minnilegt ferðalag til USA 1996 og Kammersveitin hefur slegið í gegn á Mallorca, og fiðlan er auðvitað alltaf með í för. Ég er orðin lunkin að ferðast með lítinn handfarang­ ur og kemst núorðið upp með að ferðast eingöngu með fiðlukassann í handfarangri og það sem kemst í hann.“ Margrómaður svanasöngur Í sumar kom út geisladiskurinn Last Song, með Unu og Tinnu Þor­ steinsdóttur píanóleikara. Lögin á plötunni eru blanda af uppáhalds­ tónverkum þeirra Tinnu, mörg hver íslensk. „Þarna má finna Íslenska svítu eftir Jórunni Viðar. Það verk er algerlega sér á parti. Við Tinna höfum spilað það oft og ég vann það með henni Jórunni á Laufás­ veginum. Einnig er verk eftir Atla Heimi og Magnús Blöndal og verkið Winter eftir Karólínu er algjör gimsteinn. Svo er þarna ýmis eldri tónlist eftir Hildegard von Bingen og fleiri.“ Hljómdiskurinn hefur fengið gríðargóðar viðtökur síðan hann kom út í sumar, meðal annars hjá BBC og Limelight í Ástralíu. Hent í djúpu laugina Una spilaði fyrst með Sinfóníu­ hljómsveitinni sautján ára gömul í MR og stuttu seinna með Kammer­ sveitinni. „Ég var í fjórða bekk þegar ég tók inntökupróf í Sinfó til að spila sem aukamanneskja. Daginn eftir mætti ég á æfingu með hljómsveitinni á Forleik að Galdra­Lofti eftir Jón Leifs. Þetta er háepískt verk og svolítið spes, eins og Jóni einum er lagið. Mér var hent beint í djúpu laugina í þessum fyrstu upptökum mínum með Sin­ fóníuhljómsveitinni. Ég man líka vel eftir fyrstu tón­ leikunum með Kammersveitinni. Ég var nýbúin með stúdentinn og einleikaraprófið og tók þátt í mögnuðu verkefni. Paul Zukofsky stjórnaði þá Tímanum og vatninu eftir Atla Heimi Sveinsson. Þarna kynntumst við Tinna honum Atla.“ Jólatónleikar Kammersveitar Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir þann 5. desember, annan sunnudag í aðventu, klukkan 16.00 í Norður­ ljósum í Hörpu. „Ég hef spilað með Kammersveitinni nær sleitu­ laust frá 2005 þegar ég tók við konsertmeistarakeflinu af Rut Ingólfsdóttur. Kammersveitin samanstendur af metnaðarfullum hópi sólóista og við höfum brallað ýmislegt saman. Ég vil benda á gríðarlegan katalóg af íslenskri tónlist í túlkun Kammersveitar­ innar á Spotify.“ Jólatónleikar Kammersveitar­ innar eru ávallt með barrokktón­ list og tónleikarnir í ár eru þar engin undantekning. Verður tónlist Johanns Sebastians Bachs í algleymingi. „Ég hlakka sérstak­ lega til að fá að flytja Fiðlukonsert í E­dúr, en verkið á sérstakan stað í hjarta mér og er eitt uppáhalds­ verkið mitt fyrir fiðlu. Ég er gríðar­ lega þakklát fyrir að fá að spila það með Kammersveitinni.“ Á dagskrá eru einnig tveir Brand­ enburgarkonsertar eftir Bach, sá fyrsti og sá fjórði. „Það eru margir sólóistar og blásarar í þessu stykki og ég er viss um að margir munu kannast við verkin þegar þeir heyra, enda eru þetta með fræg­ ustu verkum Bachs. Konsertarnir eru ólíkir en allir fyrir sólóhljóð­ færi. Brandenburgarkonsertarnir hafa undarlega sjaldan verið fluttir á Íslandi.“ Tónlistin sendir hugann á flug Tónleikar Kammersveitarinnar segir Una að séu mjög sérstakir í jólatónleikaflórunni. „Þeir eru ein­ göngu instrumental, bara sungið á hljóðfærin. Instrumental tónlist gefur öðruvísi pláss til að njóta og mögulega meira tækifæri til að hugsa inn á við. Svo er tónlist barokktímabilsins svo íhugul. Þetta eru dansar sem voru samdir á þessu tímabili og á tónleikunum getur hlustandinn dansað í hug­ anum. Tónlistin tekur mann á svo marga mismunandi staði.“ Ekki útvarpað í ár Gríðarlegur jólabragur er yfir jóla­ tónleikum Kammersveitarinnar hvert ár. „Það er á þessum tón­ leikum sem ég kemst loksins í jóla­ skapið. Sama gildir með jólatón­ leika Sinfóníunnar. Þeir eru alltaf einstaklega falleg fjölskyldustund í aðdraganda jólanna.“ Una harmar að í fyrsta sinn í ár taki Ríkisútvarpið ekki upp jólatónleika Kammersveitarinnar, en venjan er að spila tónleikana á jóladag í útvarpinu. „Eflaust eru margir sem hafa það fyrir hefð að stilla á Gufuna til að hlýða á jólatónleikana í ró og næði. En það verður því miður ekki í boði í ár. Ég hvet því fólk eindregið til þess að næla sér í miða á tónleikana sunnudaginn 5. desember. Miða­ verðinu er stillt í hóf og er ekki nema 3.500 krónur. Krafist er hrað­ prófs fyrir tónleikana og er hægt að bóka slíkt á covidtest.is og fer það meðal annars fram í bílakjallara Hörpu, K1.“ ■ 25% afsláttur Cyber Monday Við bjóðum 25% afslátt af öllum námskeiðum og gjafakortum mánudaginn 29. nóv. Gjafakortið kemur í fallegri öskju og hægt er að velja hvaða upphæð sem er. Nánar á dale.is 8 kynningarblað A L LT 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.