Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 77
Erlendis eru margir stórnot- endur á fiski, á borð við stórar verslanakeðjur og veitingahúsakeðjur, farnir að kalla eftir því að hlutirnir séu gerðir á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Við Grindavík hefur Matorka byggt upp fyrsta flokks aðstöðu fyrir landeldi laxfiska, sem nýtir meðal annars jarðhita á svæðinu til að tryggja bestu eldis- skilyrði. Landeldið í Grinda- vík svarar vaxandi kröfum markaðarins um sjálfbæra framleiðslu sjávarfangs. Að sögn Árna Páls Einarssonar, framkvæmdastjóra vinnslu og sölusviðs Matorku, hefur upp- bygging fyrirtækisins staðið yfir undanfarinn áratug. „Við tókum stórt skref árið 2016 þegar við hófum loks byggingu á fyrstu nýju landeldisstöðinni fyrir laxfiska á Íslandi í áratugi. Innviðirnir í landeldi hér á landi voru nokkuð komnir til ára sinna, þannig að þetta var stórt skref. Við áttuðum okkur fljótt á því að landeldi væri eitthvað sem hægt væri að gera miklu meira með á Íslandi. Það eru þessar sjálfbæru lausnir sem heimurinn er að biðja um.“ Undirbúningurinn tók mörg ár en framkvæmdir hófust 2016. Hjá Matorku starfa í dag um 45 manns og undanfarin ár hefur verið unnið að því að koma sjálfbærri fram- leiðslu í landeldi á fót á Íslandi. „Við erum með góða vöru. Íslenska bleikjan er okkar aðallína en við erum líka með regnbogasilung, en í minna mæli,“ segir Árni Páll. Traustur grunnur og öflugur vöxtur Verkefnið hefur verið kostnaðar- samt. 25-30 milljónum evra hefur verið varið í að byggja upp trausta innviði. Árni Páll segir að vandað hafi verið til allra verka. „En þrátt fyrir þessar miklu fjárfestingar er félagið enn að slíta barnsskónum, þar sem aðalvöxturinn er fram undan. Þetta er verkefni til fram- tíðar og við ætlum að byggja þetta upp í töluvert magn hér á Reykja- nesinu.“ Matorka byrjaði með litla fisk- eldisstöð í Landsveit, norðan við Hellu, árið 2010. Þar hófst ævintýr- ið. Fljótlega kom í ljós að fiskeldis- fyrirtæki verða að vera með mikið magn á bak við sig til að eiga ein- hverja möguleika í þessum stóra heimi sjávarútvegs. Segja má að sagan byrji þarna í Landsveitinni, en hún springur út í Grindavík. „Í Landsveitinni vorum við að ala 40-50 tonn á ári, en á þessu ári verðum við með um það bil 1.300 tonn, sem er auðvitað bylting frá því sem var. Markmiðið með þessu öllu var að koma með sjálfbærar lausnir inn á fiskeldismarkaðinn. Erlendis eru margir stórnotendur á fiski, á borð við stórar verslana- keðjur og veitingahúsakeðjur, farnir að kalla eftir því að hlutirnir séu gerðir á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Við erum í raun að svara kallinu um að hlutirnir séu gerðir öðruvísi en þeir hafa alltaf verið gerðir.“ 90 prósent seld til útflutnings Bróðurparturinn af sölu Matorku er til útlanda, en hér á landi er það fiskbúðin Hafið sem dreifir vörum fyrirtækisins. Auk þess að vera fiskbúð sem margir þekkja af góðu, er Hafið stór dreifingaraðili inn í verslanakeðjur, veitingahús og mötuneyti. Útflutningur er hins vegar 90 prósent af sölu Matorku. Mjög mikið er selt til Banda- ríkjanna og Kanada, en Evrópa er einnig mikilvægur markaður. Í Evrópu er salan fyrst og fremst til meginlandsins. Í Bretlandi hefur ekki verið mikill bleikjumarkaður, en Matorka hefur hug á að sækja þar fram líka. Stjórnendur Matorku horfa til Asíu sem framtíðarmarkaðar með mikla vaxtarmöguleika og eru farnir að þreifa fyrir sér með sendingar þangað. „Til fram- tíðar sjáum við fyrir okkur að vöxturinn geti orðið mikill í Asíu, því að þar er mikill áhugi á okkar vöru. Erlendis seljum við mikið til stórnotenda á borð við verslana- keðjur, veitingahús og flugfélög. Við erum ungt fyrirtæki og færum okkur sífellt nær markaðinum, nær neytandanum. Í Seattle í Banda- ríkjunum erum við til dæmis með litla söluskrifstofu, þar sem við sinnum stórnotendum í sjávar- fangi á Bandaríkjamarkaði,“ segir Árni Páll Einarsson. En hvert er ferlið í landeldi á lax- fiskum? „Við byrjum á því að kaupa frjóvguð hrogn frá innlendum birgjum. Þau eru flutt í seiða- stöðina okkar fyrir austan fjall, í Landsveitinni. Þar er seiðum klakið út sem eru síðan alin í Landsveit í fersku íslensku fjalla- vatni án allrar seltu þangað til þau vega 10 grömm. Þetta eru einhverjir átta mánuðir. Þegar þau eru orðin 10 grömm eru þau flutt til Grindavíkur, þar sem þau eru höfð innanhúss þangað til þyngdin er orðin að minnsta kosti 150 grömm. Innanhúss eru þau í svona 3-6 mánuði og á þeim tíma eru þau bólusett. Þegar þau eru orðin 150-200 grömm eru þau sett í stóru stöðina okkar hérna í Grindavík og hér er fiskurinn alinn alveg upp í sláturstærð, sem getur verið á bilinu 1-2 kíló og allt upp í 2,5 kíló. Í útikerjunum er fiskurinn í um það bil sex mánuði, þannig að ferlið spannar á bilinu 18-20 mánuði alls að jafnaði.“ Landeldisstöðin í Grindavík er í nágrenni við Bláa lónið og jarðhita og nýtur góðs af því. Hægt er að halda jöfnu hitastigi allan ársins hring í kvíunum. Þetta er gríðar- legur kostur, til dæmis samanborið við sjókvíar þar sem hitastigið getur rokkað mikið milli vetrar og sumars og jafnvel nálgast frost- mark á veturna. Í landkvíum Matorku er um 9-10 gráðu vatns- hiti allan ársins hring. Matorka leggur áherslu á að halda kolefnissporinu í lágmarki og afla helst allra aðfanga hér innanlands. Fóðrið kemur frá Fóðurblöndunni. Bleikjan, sem er aðalframleiðsla fyrirtækisins, er þannig alíslensk og allt sem kemur að ferlinu er íslenskt. Þetta segir Árni Páll vera góðan sölupunkt á erlendum mörkuðum. Ársframleiðsla Matorku er, sem fyrr segir, um 1.300 tonn, en framleiðslugetan er um 3.000 tonn á ári. Fyrirtækið hefur leyfi til að margfalda þá getu og stefnir að því að verða leiðandi í greininni þegar fram í sækir. Matorka hefur lagt mikið upp úr vottunum sem matvælafram- leiðandi. Í ljósi aukinnar með- vitundar um umhverfismál og samfélagslega ábyrgð, hafa mjög margir stórnotendur á sjávar- fangi sett sér ákveðnar reglur hvað varðar innkaup á fiskmeti. Því getur verið gríðarlega mikilvægt að fá vottanir þriðja aðila um hversu vel birgir stendur sig í framleiðslu þegar kemur að þessum þáttum. Matorka var fyrsta bleikju- fyrirtækið á Íslandi til að taka upp Aquaculture Stewardship Council (ASC) staðalinn og hefur nú einnig hlotið vottun frá Global GAP, en þetta eru leiðandi gæðastaðlar hvað varðar ábyrga, alþjóðlega matvælaframleiðslu. „Það hefur verið mikið ævintýri að byggja upp þetta fyrirtæki og varan hefur fengið mikið hrós um allan heim,“ segir Árni Páll. „Hinn heimsfrægi kokkur, Nobu Matsu- hisa, tók bleikjuna okkar inn á staðina sína í London, og í fyrra var bleikjan okkar pöntuð í veislu fyrir Karl Gústaf Svíakonung.“ Covid hefur þó hægt á vexti fyrirtækisins og ekki hjálpaði það þegar allt hristist og nötraði á Reykjanesinu og jarðeldar byrjuðu í mars. „Þetta mótlæti hefur þó bara styrkt fyrirtækið og þrátt fyrir þetta jukust tekjur félagsins um 30 prósent á milli ára,“ segir Árni Páll Einarsson framkvæmda- stjóri vinnslu og sölusviðs Matorku. ■ Matorka svarar kallinu um sjálfbært sjávarfang Árni Páll Einarsson, framkvæmda- stjóri vinnslu- og sölusviðs Matorku, með framleiðslu fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Landeldisstöð Matorku við Grindavík tryggir umhverfisvæna og sjálfbæra framleiðslu við kjöraðstæður. MYND/ AÐSEND Matorka leggur áherslu á sjálfbæra framleiðslu. ALLT kynningarblað 9LAUGARDAGUR 27. nóvember 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.