Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 78

Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 78
Rafmagnsgítar Rafmagnsbassi Klassískur gítar KassabassiKassagítar Gítarbanjó Fiðla 26.900 Heyrnartól Míkrafónar í úrvali Þráðlaus míkrafónn Gítarinn ehf Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is Hljómborð í úrvali Ukulele Kajun tromma í úrvali Jólagjafir Gítarmagnari fyrir rafmagnsgítara Magnari fyrir kassagítar og míkrafón Kassagítarar á tilboði Hljómborð á tilboði Brynjólfur Björnsson, kaup- maður í Brynju, hefur staðið þar vaktina í 55 ár. Hann tekur vitaskuld þátt í versl- unarháttum nútímans. thordisg@frettabladid.is „Mér þykja Black Friday og Cyber Monday skemmtileg viðbót við lífið og tilveruna. Við Íslendingar erum nýjungagjarnir og gleypum allt frá Ameríku, en mér finnst skrýtið þegar afslættir þessa daga standa fram til 10. desember, þar sem þeir eru stílaðir inn á þessa helgi og svo búið.“ Þetta segir Brynjólfur Björns- son, kaupmaður og eigandi Verslunarinnar Brynju, sem staðið hefur opin gestum og gangandi á Laugavegi 29 í 102 ár. „Brynja er síungur öldungur og alltaf með puttann á púlsinum,“ segir Brynjólfur og hlær. Hann hefur fylgir því nýjasta eftir, þótt verslunin sé nú orðin meira en aldargömul. „Við höfum alltaf tekið þátt í Black Friday og Cyber Monday, en gefum hins vegar ekki 30 til 70 prósenta afslátt eins og títt er, því við f lytjum inn svo mikið af vörum sjálfir. Við leggjum á þær Síungur öldungur með puttann á púlsinum Brynjólfur í Brynju segist vissulega sakna þess þegar Laugavegurinn var aðalversl- unargatan í Reykjavík,en sem betur fer haldi enn margir í þá hefð að labba Lauga- veginn á að- ventunni til að kaupa jólagjafir og komast í gott jólaskap. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR hóflega álagningu sem viðskipta- vinir njóta árið um kring, en í til- efni þessara tilteknu daga bjóðum við ýmis góð tilboð,“ greinir Brynjólfur frá. Tilboðin má til dæmis finna á heimasíðunni brynja.is. „Eftir að við opnuðum heima- síðuna hefur verslun þar inni aukist ár frá ári og þaðan seljum við mikið um allt land. Það er mikill þægindaauki fyrir lands- byggðarfólk að geta skoðað og keypt vörur á netinu, og æ f leiri sem læra að nýta sér vefverslun. Héðan úr Reykjavík er líka mikið pantað á netinu og sótt í búðina, en Reykvíkingum þykir gott að geta skotist eftir tilbúnum pakka úr vefversluninni; það er f ljótlegra en að stoppa við í búðinni og leita þar hófanna.“ Eldist vel í líflegri verslun Brynjólfur hefur staðið vaktina við búðarborðið í Brynju í 55 ár. „Ég er mættur til vinnu klukkan átta á morgnana og fer ekki heim fyrr en hálf sjö. Ég er enn full- frískur til heilsunnar en kannski ekki alveg jafn sprækur og ég var á árum áður, enda verð ég áttræður í febrúar. Ég held það fari vel með mann að vinna í jafn líf legri versl- un og Brynju; ég tala nú ekki um við Laugaveginn, þar sem maður hittir svo margt fólk og útlendir ferðamenn hafa aukið enn á fjöl- breytileikann. Ég hef gaman af því að fá útlendinga til mín í búðina og inn úr dyrunum koma iðulega Kanar sem versla mikið og tala um hversu gaman þeim þykir að koma inn í jafn gamla og rótgróna búð af þessu tagi, sem þeim eru horfnar í Ameríku.“ Ásamt Brynju standa tveir aðrir öldungar í verslunarrekstri við Laugaveg; Herrafataverslun Guð- steins og Bakarí Sandholt. „Tímarnir hafa breyst mikið síðan ég byrjaði að vinna í Brynju á sínum tíma og ég sakna þess þegar Laugavegur, Bankastræti og Austurstræti voru einu staðirnir þangað sem allir komu til að gera jólainnkaupin. Þá ríkti líka allt annar hugsunarháttur, en fólk heldur áfram að koma í miðbæinn til að upplifa jólastemninguna, kaupa jólagjafir og hitta mann og annan. Utandyra er fólk afslapp- aðra og gefur sig á tal við fólk sem sést kannski sjaldan. Slíka fagn- aðarfundi sé ég oft í Brynju,“ segir Brynjólfur, glaður í bragði. Ekki enn sofnað ofan í diskinn Brynjólfur segir Black Friday og Cyber Monday hafa sín áhrif á jólasöluna. „Fólk nýtir sér tilboðin og kaupir jólagjafir. Í jólapakkana fer allt mögulegt frá okkur, verkfæri og alls kyns dót, því við erum með drjúgt og mikið vöruúrval þótt búðin sé ekki stór. Hér fæst svo margt sem hvergi fæst annars staðar því við f lytjum það inn sjálf. Nú eru lærisstandar til dæmis vinsæl gjöf, fyrir hangikjöt og tvíreykt kjöt sem stendur þá í standinum og fólk getur fengið sér f lís af á borðinu,“ upplýsir Brynj- ólfur og er kominn í jólaskap. „Þetta er mikill uppáhalds- tími hjá mér og þótt vinnudagar aðventunnar séu langir og opið til 22 eftir miðjan desember, gerir fólkið og gleðin í loftinu það allt þess virði. Þegar Laugavegurinn var og hét helsta verslunargata landsins var alltaf líf og fjör, og fólk kemst enn í jólaskap við það eitt að labba í bæinn, kaupa jólagjafir og gera sér glaðan dag á Laugaveginum. Því vona ég að Laugavegurinn haldi áfram að vera miðpunkturinn í jóla- stemningu landsmanna. Það er ríkt í þjóðarsálinni að ganga niður Laugaveginn fyrir jól og þegar snjóar á Þorláksmessu eykur það enn á jólastemninguna,“ segir Brynjólfur. Hann viðurkennir að vera oft orðinn lúinn þegar aðfangadagur rennur upp. „En ég hef ekki enn sofnað ofan í diskinn minn og næ vitaskuld að halda mér vakandi með rjúpur á borðum. Ég fór í fimmtíu ár á rjúpu á Holtavörðuheiði, þar sem við gistum á sveitabæ í Norðurár- dal og var þá 15. nóvember alltaf frátekinn dagur. Annars vaknar jólagleðin í mínu hjarta í byrjun desember þegar leikskólarnir koma með káta krakka sem labba um Laugaveg og dást að jólaljós- um og skreytingum. Það er gaman að sjá hversu börnin eru hrifnæm og verða vitni að einskærri gleði þeirra og eftirvæntingu.“ n Jólagleðin í mínu hjarta vaknar í byrjun desember þegar leikskólabörn labba um Laugaveginn og dást að jólaljósunum. 10 kynningarblað A L LT 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.