Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 82

Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 82
Það er afar mikilvægt að standa við það sem maður segir, en vera ekki uppá- þrengj- andi. Jólin eru alla jafna gleði­ legur tími, en fyrir fólk í sorg eru jólin og áramótin erf­ iður tími. Halldór Reynisson, fyrrverandi prestur, leggur áherslu á að fólk gæti að til­ finningum og líðan þeirra sem syrgja og virði það að sorgin er langhlaup. Allar stundir fyrir þau sem hafa misst, og ekki síst þau sem hafa misst ótímabært eða skyndi­ lega, eru erfiðar fyrstu árin, en ákveðnir tímar eru erfiðari en aðrir,“ segir Halldór Reynis­ son, fyrrverandi prestur, og telur upp sem dæmi afmæli hins látna, dánardægur, frí eins og um páska og sumur og svo jólin og hátíðirnar í kring. „Jólin eru afar hefðbundin hátíð á Íslandi og eru tengd sterkum fjöl­ skylduhefðum. Þá erum við sem aldrei fyrr afar mikið fjölskyldu­ fólk um jólin og treystum á hefð­ irnar og það er mikill kostur við íslenskt samfélag. En þegar einhver úr nánasta hópnum er dáinn og einn stóllinn við borðið auður, þá getur þetta verið afskaplega erfiður og sár tími,“ segir Halldór, og að fyrir suma sé það mikil raun að komast í gegnum jólin. Hann segir gott að undirbúa sig fyrir þann tíma, hafi maður upplif­ að slíkan missi og að það þurfi ekki að vera flóknara en að vita hvað eigi að gera þegar einhver óskar manni gleðilegra jóla. „Manneskja í sorg upplifir ekki gleðileg jól og það er jafnvel raun þegar einhver, í velvild auðvitað, en mögulega misskilinni velvild, óskar einhverjum í slíku ástandi gleðilegra jóla. Það er miklu nær að segja fólki að ganga vel að komast í gegnum jólin.“ Gott að fara eitthvað annað Hann segir að stemningin sem almennt sé um jólin í samfélaginu sé í hrópandi mótsögn við líf þeirra sem hafa misst og orðið fyrir slíku áfalli. Það er engin pása yfir jólin, frá sorginni? „Nei, en reyndar er það þannig að eitt ráð sem við gefum fólki og nýtist því vel er að taka sér frí eða frímín­ útur frá sorginni og þess vegna hefur það reynst fólki vel að fara í nýtt umhverfi um jólin,“ segir Halldór. „Heimili þitt er hús sorgarinnar og stundum þarf maður að stíga út úr því til að ná andanum. Til að hvíla sig á þessum sterku tilfinn­ ingum. Sorg eru allar vondar tilfinn­ ingar sem við getum hugsað okkur og þegar eitthvað svona óeðlilegt hefur gerst, eins og skyndidauði eða ótímabært andlát, þá eru allar þess­ ar vondu tilfinningar eðlilegar. Við sem höfum verið í þessari sorgar­ vinnu erum að hjálpa fólki að stíga upp úr sorginni. Hún hverfur aldr­ ei en fólk þarf að læra að lifa með henni. Hluti af því er að tala, gráta, hlæja og tala og tjá sig um líðan sína um það sem er í gangi í lífinu. Jólin eru með erfiðustu stundum þeirra sem eru í sorg og það þarf að ræða það og þær tilfinningar sem kvikna.“ Hann segir að það geti verið ýmis­ legt sem fólk veltir fyrir sér, eins og hvað eigi að gera við auða stólinn við matarborðið, hvort það eigi að leggja á borð fyrir einstaklinginn sem nú er farinn, eða hvort það eigi að kaupa pakka. Svo er það leiðið Erfitt þegar einn stóllinn er skyndilega auður Halldór Reynis- son starfaði sem prestur í fjölda ára og í ýmissi sorgar- vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Góð ráð frá Sorgarmiðstöðinni n Hvettu syrgjandann til að hugsa fyrst um sig. n Sendu persónulega kveðju í stað hefðbundins jólakorts. n Skoðaðu að gefa minningargjöf. n Vertu til staðar. n Mundu að það eru ekki einungis fyrstu jólin sem eru erfið. n Veittu aðstoð við undirbúning jólanna. n Sýndu breyttu jólahaldi skilning. n Bjóddu syrgjanda með, án þess að vera ýtin/n. n Vertu því viðbúin/n að plön geta breyst. Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is „Tónn áramótanna er dálítið mel­ ankólískur. „Árið er liðið í aldanna skaut og aldrei kemur það aftur.“ Þetta er mjög dramatískt og það er vegna þess að um áramót erum við að minnast þess sem gerðist það árið og að sjá fyrir okkur árið sem er að ganga í garð og hvernig það verður. Fólk minnist þess að hafa misst maka, barn, vin eða annan ættingja og hugsar svo með sér hvernig það eigi að lifa lífinu án þessa einstaklings næsta árið. Ég þekki fólk sem finnst áramótin jafnvel erfiðari tími.“ Hann segir mikilvægt að fólk finni leiðir til að halda minningu þess látna á lofti. „Ég segi að þegar einhver nákom­ inn manni deyr, þá er eins og maður missi hluta af manni sjálfum, en um leið verður viðkomandi áfram hluti af lífi okkar og það verður að leggja áherslu á að rækta tengsl við þann látna með því að tala um hann, minnast hans og halda minningu hans á lofti. Það er gott og nærandi fyrir okkur sjálf að gera það.“ Hann segir að það sé þó aðeins nýtilkomið að fólk ræði þessa hluti, og sérstaklega ef fólk fór skyndilega eða ótímabært. „Ég hef hitt fólk sem segir að það að hafa ekki haft tækifæri til að ræða þann látna eða missinn, hafi verið jafn erfitt og að missa þennan einstakling. Þess vegna er það þann­ ig þegar við lítum til nýs árs, að þá hugsum við hvernig megi halda minningunni á lofti og tryggja að þessi einstaklingur verði áfram hluti af okkar lífi.“ n og kirkjugarðurinn, hvernig eigi að huga að því og hvenær eigi að fara og hversu oft. „Þetta geta verið stórmál fyrir fólk. Umfram allt leggjum við, sem störfum við þetta, áherslu á að fólk sé gott við sjálft sig og setji sig í fyrir­ rúm, en ekki hefðirnar eða ætlanir annarra. Fólk á að vera frekt á eigin líðan og tilfinningar og að það geri það sem því sýnist, sama hvort það sé að sleppa öllum jólahefðum. Því hefðirnar geta verið eins og harð­ stjóri og að þau eigi að vera á einn eða annan hátt, og að það sé verið að brjóta náttúrulögmál ef ekki er haldið í þær, en þær eru bara í koll­ inum á okkur sjálfum.“ Þá segir Halldór að það geti verið gott fyrir fjölskyldur að ræða það hvernig eða hvort það eigi að minn­ ast hins látna sérstaklega á aðfanga­ dag og um jólin, og tekur dæmi um fjölskyldu sem tók sér tíma við upp­ haf borðhaldsins og talaði um hinn látna eða hina látnu. Svo grétu þau saman og að því loknu hélt jóla­ haldið áfram. Ekki vera uppáþrengjandi Spurður hvort hann sé með ráð fyrir þau sem standa nærri þeim sem hafa misst, segir Halldór að það sé gott að bjóðast til þess að aðstoða fólk við eitthvað mjög afmarkað, ekki hafa boðið opið, heldur spyrja hvort þau eigi að hjálpa með að kaupa gjafir, fylgja þeim út í búð eða eitthvað annað. „Það er afar mikilvægt að standa við það sem maður segir, en vera ekki uppáþrengjandi. Taka púlsinn á líðan þeirra sem hafa misst og hafa frumkvæði að því að bjóða hjálp, en hafa líka skilning á því þegar fólk þiggur ekki aðstoðina og vill vera í friði.“ Halldór segir að eitt grundvallar­ atriði í þessu sé að gleyma því ekki að sorgin tekur tíma. „Sorgin er langhlaup og þetta er ekkert endilega búið fyrstu jólin eftir missi.“ Áramótin líka erfið Hann segir að erfiðleikarnir ein­ skorðist þó ekki aðeins við jólin sjálf heldur þyki mörgum áramótin jafn­ vel erfiðari. 42 Helgin 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttAblAðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.