Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 84
Tónskáldið Þórður Magnússon gaf nýlega út tónlist við kvik- myndina Saga Borgarættarinnar, fyrstu leiknu kvikmyndina sem tekin var upp á Íslandi. arnartomas@frettabladid.is Fyrsta leikna kvikmyndin sem tekin var upp á Íslandi, Saga Borgarættarinnar, fagnar 100 ára afmæli sínu í ár. Í tilefni af tímamótunum var kvikmyndin nýlega endurgerð og var fyrr í mánuðinum sýnd í Bíó Paradís. Myndin byggir á skáldsögu Gunnars Gunnarssonar og var tekin upp á Keldum á Rangárvöllum, Reykholti í Borgarfirði, Reykjavík og Hafnarfirði. „Kvikmyndasafn Íslands og Gunn- arsstofnun ákváðu að ráðast í stafræna endurgerð á myndinni,“ segir Þórður Magnússon tónskáld, sem sá um að semja tónlistina fyrir endurgerðina. „Þá þurfti setja einhverja tónlist við og ákveðið var að semja nýja tónlist í stað þess að vera að nota gamla eins og hingað til hefur verið gert.“ En hvernig byrjar maður á að semja tónlist fyrir 100 ára gamla kvikmynd? „Maður byrjar á því að taka ákvarð- anir – hvað hentar og hvað hentar ekki?“ segir Þórður. „Ég tók þá ákvörð- un að reyna að fylgja tímanum, að vera staddur þarna í kringum 1920 tónlistar- lega séð. Nálgunin var ekki eins og þegar Giorgio Moroder notaði meðal annars tónlist eftir Queen við endurgerð Metro- polis á sínum tíma.“ Tónlist Þórðar við myndina var nýlega gefin út og er aðgengileg á veitum á borð við Spotify. Myndin kom á óvart Þórður segir að myndin sjálf hafi komið honum mikið á óvart. „Ég hafði heyrt um Sögu Borgarættar- innar en aldrei séð hana, þegar ég fékk þetta verkefni. Ég var með þá fordóma að þetta hlyti að vera tæknilega gölluð mynd því hún væri svo gömul og gerð við svo frumstæðar aðstæður,“ segir hann. „Síðan kemur í ljós að myndin er býsna tæknilega fullkomin og eins góð og kvikmyndir gerðust á þessum tíma. Danska tökuliðið sem vann að myndinni var í raun með þeim fremstu í heiminum á þessum tíma.“ Þá segir Þórður að myndin standi einnig á eigin fótum, utan tækninnar. „Kvikmyndagerð er svo ung á þessum tíma að ég hélt kannski að það væri ekki búið að fullkomna ákveðna dramatík og hvað væri hægt að gera í bíó,“ segir hann. „En myndin smellur og leikurinn er býsna góður.“ Guðmundur Thorsteinsson, eða Muggur eins og hann er iðulega kall- aður, fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni, og segir Þórður að hann hafi verið prýðisleikari. „Hann er býsna góður leikari,“ segir hann. „Hann leikur aðalsöguhetju mynd- arinnar, Ormar, bæði sem ungan mann og miðaldra, og tekst ansi vel til.“ ■ Samdi nýja tónlist við fyrstu kvikmynd tekna upp á Íslandi Þórður ákvað að halda sig við tónlist sem samsvaraði tíðarandanum. Fréttablaðið/Ernir Muggur stóð sig með prýði í hlutverki Ormars. Mynd/SkjáSkot Maður byrjar á því að taka ákvarðanir – hvað hentar og hvað hentar ekki? Ástkær systir, mágkona og frænka, Helga Gunnarsdóttir lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 15. nóvember. Útförin hefur farið fram. Gunnar Gunnarsson Harpa Harðardóttir Herdís Erna Gunnarsdóttir Hörður Gauti Gunnarsson Gunnar Helgi Gylfason, Einar Gylfason, Hanna Lára Gylfadóttir Elskulegi eiginmaður minn, lífsförunautur og ferðafélagi, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Reynir Benediktsson skipstjóri, lést á sjúkrahúsi í Alicante þann 11. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey frá Ástjarnarkirkju, Hafnarfirði, 2. desember kl. 14.00 að viðstöddum fámennum hópi aðstandenda og vina. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Umhyggju, félag langveikra barna. Jóhanna Gunnarsdóttir Rúnar Reynisson Einar Ingi Reynisson Benedikt Reynisson Rósa Óskarsdóttir Gunnar Reynisson Sigríður Kristín Kristþórsdóttir Kristþór Reynir Gunnarsson, Ása Margrét Gunnarsdóttir Konráð Ari, Reynir Erling og Óskar Glói Benediktssynir Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, Guðmunda Jóhanna Dagbjartsdóttir Sörlaskjóli 9, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. desember kl. 13.00. Í ljósi aðstæðna verða einungis hennar nánustu viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á slóðinni: laef.is/munda Börnin. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju, vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Andrésar Jónassonar Kríulandi 17, Garði. Guðlaug Bragadóttir Bragi Andrésson Anna Grabowska Jónas Andrésson Valur Andrésson Rósa Marteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . 44 Tímamót 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréTTablaðiðTímAmóT FréTTablaðið 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.