Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 86

Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 86
Í nýrri íslenskri prjónabók eru teknar saman fjölbreyttar upp- skriftir að sokkaprjóni og formál- inn er úr ólíklegri átt. arnartomas@frettabladid.is Hönnuðurinn Hélène Magnússon gaf nýlega út nýja prjónabók, Sokkar frá Íslandi, sem inniheldur eitt og annað um sögu sokkaprjóns á Íslandi og upp- skriftir að séríslenskum sokkapörum. Hélène hefur áður gefið út verðlauna- prjónabækur, en þetta er í fyrsta skipti sem hún gefur út bók á eigin spýtur. „Ég fór aðeins að rannsaka sokkana á Íslandi, til dæmis þá sem má finna á söfnum,“ segir Hélène. „Ég hef áður gefið út prjónabækur en ákvað að taka sokka fyrir núna því þeir eru bæði einfaldir og skemmtilegir. Það var rosa spennandi að afhjúpa söguna á bak við sokkana og reyna að setja nútímablæ á þá.“ Hélène segist hafa reynt að hafa upp- skriftirnar aðgengilegar fyrir byrjendur og lengra komna. Bókin inniheldur sautján sokkauppskriftir með sterkum íslenskum blæ, en Hélène sótti inn- blástur í gamla íslenska sokka, eldgaml- ar uppskriftir, en einnig í hefðbundna íslenska vettlinga. Sokkarnir eru prjón- aðir að ofan eða frá tánum, með ansi mörgum af brigðum á hælum og tám, og alls kyns aðferðir notaðar. „Ein uppskriftin í bókinni er vest- firskir sokkar, sem er bara eitthvað sem ég bjó til,“ segir Hélène og hlær. „Laufa- viðarvettlingar eru til og ég dró inn- blásturinn frá þeim. Maður sér strax hvaðan innblásturinn kemur!“ Sokkabandið sem notað er í bókinni, Katla Sokkaband, er hannað af Hélène sjálfri fyrir sokkaprjón, en það er þriðja garnið sem hún hefur framleitt úr sér- valinni íslenskri lambsull. „Það er ekki mikið til af fíngerðu íslensku sokkabandi á Íslandi svo ég bjó það sjálf til úr hágæða íslenskri lambsull sem ég sérvel fyrir mýktina.“ Prjónarnir sameina Formáli bókarinnar stingur aðeins í stúf en hann er af dýrari kantinum. Hann er skrifaður af ítalska blaðamanninum og stjórnmálarýninum Lorettu Napoleoni, sem er meðal annars þekkt fyrir bækur sínar um hryðjuverkastarfsemi. Hvernig kom það nú til? „Eitt af því sem mér finnst svo gaman við að prjóna er að maður kynnist fólki úr svo ólíkum áttum,“ segir Hélène. „Við Loretta kynntumst í við- tali sem tekið var við okkur báðar þegar hún gaf út sína eigin fyrstu prjónabók, The Power of Knitting. Hún hefur prjónað alla sína ævi og skrifaði bókina þegar hún gekk í gegnum persónulega erfiðleika.“ ■ Nútímablær á eldgamla sokka Hélène hlaut Fjöruverðlaunin á Góugleði árið 2007 fyrir Rósa- leppaprjón í nýju ljósi. Mynd/Aðsend Það verður varla íslenskara en prjónasokkar og bárujárn. Hélène reynir að setja eigið stílbragð á gamlar uppskriftir. Ítalski blaðamaðurinn Loretta Napo- leoni er einnig mikil prjónakona og skrifar formála bókarinnar. Elsku faðir, tengdafaðir og afi okkar, Jens Arinbjörn Jónsson bóndi frá Smyrlahóli, Haukadal, Dalabyggð. Síðast til heimilis að Flétturima 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 18. nóvember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju, fimmtudaginn 2. desember kl. 14, með nánustu ættingjum og vinum. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MS-félag Íslands. Arndís Gyða Jensdóttir Gísli Freyr Þorsteinsson Laufey Jensdóttir Reynir Einarsson Ingólfur Jensson Berglind Jóna Jensdóttir Jón Helgi Hreiðarsson Haukur Emil Vernharðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Inga H. Ágústsdóttir snyrti- og fótaaðgerðafræðingur, lést þriðjudaginn 9. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 20. desember kl. 13.00. Ágúst Guðmundsson Þuríður Reynisdóttir Lýður Guðmundsson Sigrún Guðmundsdóttir Kristján Kristjánsson Lovísa Ágústsdóttir Ágústa, Tómas, Alexander og María Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Þorsteinn Aðalbjörnsson Norðurgötu 30, Sandgerði, lést á dvalarheimilinu Lundi mánudaginn 22. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Jón Aðalbjörnsson Sigríður Sigmundsdóttir Ragna Aðalbjörnsdóttir Ásgeir Árnason og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra Guðmundar Péturssonar Gulaþingi 34, Kópavogi. F. h. aðstandenda, Jóna E. Jónsdóttir Hjartans þakkir til allra þeirra er heiðruðu minningu Skúla H. Flosasonar og sýndu okkur hlýju og kærleika við andlát hans og útför. Ljósið fylgi ykkur. Þóra Björk Sveinsdóttir Kristín Heiða Skúladóttir Guðni Þór Þorvaldsson Eyrún Skúladóttir Karl Erlendsson Nanna Hlín Skúladóttir Steingrímur Birkir Björnsson Pétur Heiðar Snæbjörnsson Hrafn Gunnar Hreiðarsson Ívar Skúli Logason Valur Snær Logason Sara Rut Jóhannsdóttir Sveinn Helgi Karlsson Þóra Kristín Karlsdóttir Björn Breki Steingrímsson Sunneva Rán Steingrímsdóttir Baldvin Hreiðar Hrafnsson Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru frænku, Geirlaugar Ingvarsdóttur frá Balaskarði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Systkinabörn og fjölskyldur. 46 Tímamót 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.