Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 98

Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 98
Sýningin er óður til kvenna – móður minnar og allra kvenna, ásjóna fáeinna er fest hér á pappír, hinar eru með okkur í anda. Lesandinn veit því nánast frá byrjun að ungi maðurinn er morðingi. Dansarinn er nýjasta glæpa- saga verðlaunahöfundarins Óskars Guðmundssonar og sú fjórða í röðinni. „Það má segja að ég hafi haldið mig við nokkuð hefðbundið glæpa- sagnaform í fyrstu þremur bókum mínum en hugmyndin að þessari bók kallaði á aðra leið,“ segir Óskar. „Í fyrri bókunum var ég að leyna því hver væri morðinginn með óvæntri uppljóstrun í lokin. En í þessari bók er svo mikill harm- leikur í lífi unga ballettdansarans Tony að ef ég hefði ætlað að fela morðingjann hefði ég ekki getað sagt eins mikið frá harminum og persónunni sjálfri og mig langaði til. Lesandinn veit því nánast frá byrjun að ungi maðurinn er morð- ingi.“ Fyrir tíma farsíma Sagan gerist árið 1982 í Reykjavík. Af hverju varð þessi sögutími fyrir valinu? „Mig langaði til að skrifa sögu sem gerðist fyrir tíma farsíma og tölvutækni. Á þessum tíma var ég unglingur og faðir minn var með skrifstofu fyrir ofan Mál og menn- ingu á Laugavegi og ég vann hjá honum. Ég man vel eftir öllu á mið- bæjarsvæðinu. Það var því verulega gaman að skrifa um þennan tíma,“ segir Óskar. Um söguþráðinn segir hann: „Tony er ungur maður sem hefur alltaf verið utanveltu í lífinu. Hann elst upp hjá sjúkri og drykkfelldri móður sem hafði á sínum tíma verið helsta vonarstjarna Íslands í ballett. Þegar draumar hennar um frama í dansheiminum verða að engu reyn- ir hún að færa þá yfir á son sinn með grimmilegum aðferðum – og skelfi- legum af leiðingum. Tony á erfitt með að umgangast fólk og getur ekki tengst því á heilbrigðan hátt. Hann kynnist ungum dönsurum í Þjóðleikhúsinu og það leiðir af sér hræðilega atburði sem tengjast móðurinni.“ Samningur um þríleik Í bókinni kynnir Óskar til leiks nýtt lögreglupar: Ylfu og Valdi- mar. „Valdimar er að fara að detta í eftirlaun. Hann er góður maður, vel giftur og á börn og barnabörn. Ylfa, sem er metnaðarfull í starfi, er að stíga sín fyrstu skref innan lögreglunnar þar sem hún þarf að kljást við karlaveldið. Valdimar verður eins konar föðurímynd, styður hana og hjálpar henni. Ylfa á kærasta og þau eiga saman stúlku sem er að verða eins árs, en vanda- mál koma upp í sambandi þeirra,“ segir Óskar. Óskar hefur nú þegar undir- ritað samning hjá Storytel um að minnsta kosti þríleik um þau Ylfu og Valdimar, og lesendur eiga því eftir að fá að kynnast þeim meira. Dansarinn kom út samtímis sem hljóðbók, rafbók og á prenti. n Ákvað að fela ekki morðingjann Óskar skrifar þríleik um lögg- urnar Ylfu og Valdimar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is BÆKUR Eldhugar – Konurnar sem gerðu aðeins það sem þær vildu Pénélope Bagieu Þýðandi: Sverrir Norland útgefandi: AM forlag Fjöldi síðna: 312 Brynhildur Björnsdóttir Eldhugar er vegleg bók, rúmar 300 síður í stóru broti og í bókahillu fer hún ekki fram hjá neinum. Ekki frekar en konurnar sem eru umfjöllunarefni hennar. Hún hefur að geyma myndasögur um líf þrjá- tíu kvenna úr mannkynssögunni, sú elsta var uppi á fjórðu öld fyrir krist og sú yngsta er enn lifandi. Eldhugarnir eru ólíkar konur, allt frá kvensjúkdómalækninum Agno- dice í Grikklandi hinu forna og að Josephine Baker, dansara og stríðs- hetju í seinni heimsstyrjöldinni. Hér er ekki aðeins fjallað um konur sem allir hafa heyrt um, heldur líka konur sem breyttu heiminum á hátt sem kannski er ekki ljós í fyrstu, konur sem eltu drauma sína og börðust fyrir því sem þeim fannst skipta máli, eins og dýratúlkurinn Temple Grandin og Frances Gless- ner Lee, sem var frumkvöðull í gerð smárra glæpalíkana og þar með rannsóknum morðmála. Eldhug- arnir spanna þannig vítt svið sagna ólíkra kvenna sem er skemmtilegt að kynnast. Höfundurinn Pénélope Bagieu er vel þekktur myndasöguhöfundur fyrir fullorðna, sem hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir þessa bók og hún hefur verið þýdd á yfir 20 tungumál. Eftir bókinni hafa verið gerðir stuttir þættir sem eru á dagskrá KrakkaRÚV. Það er alveg á mörkunum að Eldhugar sé bók til að fara með í háttinn, stærð og þyngd bókar- innar gerir hana kannski ekki að þess háttar lesningu, en sögurnar eru hins vegar tilvaldar til að lesa með börnum fyrir svefninn. Þessar sögur eru þó alls ekki endilega bara ætlaðar börnum heldur eru þær fróðlegar fyrir alls kyns lesendur, fjallað er um einkalíf persónanna ekki síður en önnur afrek þeirra og þó eldhugarnir séu allt afreks- konur, þá er lífshlaup þeirra ekki endilega átakalaust eða síham- ingjusamt. Þýðing Sverris Norland er lipur og læsileg en letrið á köflum ekki auð- lesið fyrir börn, einkum þó skrifstaf- irnir sem ég efast um að mörg börn geti stautað sig fram úr, enda engin þörf í dag fyrir slíka kunnáttu, nema helst til að lesa afmæliskort frá eldri ættingjum. Eldhugar er afar vönduð bók, teikningarnar skemmtilegar og frásagnirnar fróðlegar og þó fæstar þeirra kvenna sem um er fjallað hafi haft möguleikann á því að gera aðeins og eingöngu það sem þær vildu, eins og segir í undirtexta bókartitils, þá eru þær sannarlega fyrirmyndir sem vert er að heiðra og halda á lofti. n NIÐURSTAÐA: Einstök og áhuga- verð bók fyrir unga sem aldna um merkilegar kvenhetjur sem breyttu heiminum. Sannar fyrirmyndir Þessar sögur eru þó alls ekki endilega bara ætlaðar börnum held- ur eru þær fróðlegar fyrir alls kyns lesendur. kolbrunb@frettabladid.is Sýningin Hitt kynið, með verkum Katrínar Matthíasdóttur, stendur yfir á Mokka. Titill sýningarinnar er fenginn að láni frá grundvallar- riti femínískra fræða, Le Deux- ième Sexe, eftir skáldið Simone de Beauvoir, en ritið kom út árið 1949. „Sýningin er óður til kvenna – móður minnar og allra kvenna, ásjóna fáeinna er fest hér á pappír, hinar eru með okkur í anda,“ segir Katrín. „Simone de Beauvoir ferð- aðist um Ísland árið 1951 með lífs- förunaut sínum, heimspekingnum Jean-Paul Sartre. Ef Mokka kaffi hefði verið til þá, er nokkuð ljóst að þau hefðu fengið sér kaffi þar og með því. Sjö árum seinna eða árið 1958 opnar Kaffi Mokka og sama ár kom önnur kona til Íslands, sú kom frá Þýskalandi. Þetta var mamma mín. Hún skellti sér ekki bara einu sinni heldur margoft á kaffihúsið við Skólavörðustíginn og þegar við systkinin þrjú urðum eldri nutum við þess einnig að sitja í bás, drekka kakó og borða vöflur með foreldr- um okkar,“ segir Katrín um sýning- una sem stendur til 29. desember. n Hitt kynið til sýnis á Mokka Simone de Beauvoir, ljósmynd á pappír er á sýningunni. MYND/AÐSEND 58 Menning 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.