Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 100

Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 100
Með því að dansa hver fyrir sig heima í stofu fögnuðu þessar konur aldrinum og lífinu. Á sýningunni sækir Guðlaug Mía Eyþórs- dóttir innblástur í íslenska þjóðmenn- ingu og sýnir ný verk byggð á nærumhverfi Íslendinga fyrri alda. DANS Reykjavík dansfestival Listrænir stjórnendur: Brogan Davison og Pétur Ármannsson Tjarnarbíó og Borgarleikhúsið Sesselja G. Magnúsdóttir Reykjavík dansfestival var haldin 17.-20. nóvember 2021 og hýsti Tjarnarbíó hátíðina að mestu. Covid hafði áhrif á þessa hátíð eins og önnur síðustu tvö ár. Af þeim sökum varð að fresta opnunarpartíinu og verkinu Craver eftir RVK Dance Project, en í því er samband tónlist- ar og hreyfinga á hefðbundnu dans- gólfi á skemmtistað skoðað og átti viðburðurinn að vera á skemmti- staðnum Húrra. Undanfarin ár hefur þátttaka óþjálfaðra dansara og líkama sem sjaldan sjást á sviði verið áberandi í RDF. Unglingum og eldra fólki hefur verið afhent sviðið og í ár var fötl- uðum boðið að deila sviðsljósinu með þjálfuðum dönsurum. Í sýn- ingunni Stefnumót, samstarfi Listar án landamæra og RDF, mættust í þrem pörum þjálfaðir dansarar og fatlaðir einstaklingar. Útkoman var þrjú ágætis verk, sem öll áttu það þó sammerkt að hreyfingin hafði lítið hlutverk og tækifæri til að þenja út formið og þá um leið ögra samstarf- inu, voru ekki nýtt til fullnustu. Ásrún Magnúsdóttir og Rebekka Sveinbjörnsdóttir notuðu tímann saman til að kanna Asíu í Reykjavík og kynntu þá rannsókn fyrir okkur áhorfendum með hjálp þýðingar- forrits Google, tónlistarmyndbönd- um og myndum frá ferðum þeirra um borgina. Skemmtileg hugmynd og ágætis útfærsla sem hefði mátt lífga upp á með f leiri uppbrotum eins og að nota hljóð-effekta og dansa við myndböndin. Ásgeir Helgi Magnússon og Star- ína (Ólafur Helgi Móberg), gerðu glamourus dragsýningu þar sem söngur var í aðalhlutverki. Fallegur dúett Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Kol- brún Dögg Kristjánsdóttir sköpuðu tvískipt verk. Annars vegar fengu áhorfendur að heyra ótrúlega fal- legan texta eftir Kolbrúnu Dögg um hvernig fötlunin læddist inn í líf hennar og yfirtók fæturna, svo hún gat ekki lengur gengið. Hins vegar dönsuðu þær saman fallegan dúett sitjandi á gólfinu eftir að Kolbrúnu Dögg hafði verið lyft með þar til gerðum lyftara úr hjólastólnum og á gólfið. Báðir hlutar verksins voru fallegir og virkuðu vel en í báðum bjuggu líka ónýtt tækifæri til list- rænnar sköpunar. Lovísa og Kolbrún Dögg völdu að bjóða áhorfendum að hlusta á texta Kolbrúnar á meðan þær lágu á svið- inu. Textinn fékk þannig að njóta sín, en hann hefði samt mátt magna upp með því að Lovísa gæfi honum líf með líkama sínum. Í dúettinum hefði líka mátt láta reyna meira á hvernig þessir tveir ólíku líkamar gætu bætt hvorn annan upp og stækkað þannig heildarupplifunina af dansinum. Aldrinum fagnað Lovísa Ósk átti einnig opnunarverk sýningarinnar, When the Bleeding Stops. Vel gert verk með sterka sögu. Þar fjallar hún annars vegar um breytingaskeiðið og þöggunina sem hefur verið um það skeið í lífi kvenna og hins vegar um þann veruleika atvinnudansara að þeir eru ekki taldir gjaldgengir á sviði eftir ákveðinn aldur, vegna þess að líkaminn stendur ekki undir kröfu um ofurtækni þó að listrænn styrkur dansarans sé í vexti. Eftir alvarleg meiðsli og nýjan kaf la í lífi sínu sem kona, notaði Lovísa dansinn til að koma sér á fæturna og kynnast líkama sínum upp á nýtt. Hún fékk til liðs við sig hóp kvenna á svipuðum stað í lífinu og með því að dansa hver fyrir sig heima í stofu fögnuðu þessar konur aldrinum og lífinu. Í When the Bleeding Stops, sagði Lovísa áhorfendum sögu sína og sýndi brot af þeim myndböndum sem hún hafði safnað af dansandi konum sem sumar mættu svo á sviðið í lok verksins og dönsuðu með myndböndunum. Lovísu fengu áhorfendur aftur á móti ekki að sjá dansa og njóta þannig ávaxtanna af þessari heimatilbúnu dansþerapíu hennar, nokkuð sem hefði verið leið til að styrkja verkið enn frekar. Arfleifð Alvin Aily Tvö önnur verk vöktu athygli á hátíðinni. Annað var verkið, Dance, if you want to enter my country, en í því leggur Mitchikazu Masune út af frétt um það þegar dansari með arabískt fornafn var látinn dansa fyrir landamæraverði á f lugvell- inum í Tel Aviv til að sanna að hann væri meðlimur í Alvin Aily-dans- flokknum sem var á sýningarferð í Ísrael. Masune rakti söguna á snilldarlegan hátt og fléttaði saman frásögn af eigin ferðum í gegnum mismunandi landamærastöðvar, örlögum dansarans og arf leifð Alvin Aily. Þátttökuverkið Terra Nulius fjallaði einnig um hugmyndina um landamæri, eignarhald á landi og ósýnileg landamæri á milli fólks og jafnvel mismunandi sjálfsmynda hvers einstaklings. Á meðan þátt- takendur fóru sína eigin leið um borgina hlustuðu þeir á vangaveltur Paulu Diogo um þessi efni. Textinn var vel saminn og umhugsunarverð- ur og formið vel valið til að meðtaka hann. Lokasýning RDF var sýningin Rof eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur. Ekki verður fjallað um hana hér en næsta sýning á því verki er 9. desember. n NIÐURSTAÐA: Á RDF var fjallað um áhugaverð og ögrandi við- fangsefni í ágætis útfærslu. Fyrir dansáhugamanneskju og aðdá- anda líkama á hreyfingu innan sterkrar danssköpunar, saknar maður dansins (í víðum skilningi þess orðs) á þessu dansfestivali. Ögrandi viðfangsefni Dance, if you want to enter my country fjallar um arfleifð Alvin Aily. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Sýningin Leppar, pungur og skjóða stendur yfir í Y gallerýi Hamraborg 12. Á sýningunni sækir Guðlaug Mía Eyþórsdóttir innblástur í íslenska þjóðmenningu og sýnir ný verk byggð á nærumhverfi Íslendinga fyrri alda. Í myndlist sinni skoðar Guðlaug skúlptúríska þætti í manngerðu umhverfi okkar og gerir tilraun til að afbyggja merkingu forms og innihalds, til að skapa möguleika á nýjum skilgreiningum og sjónar- hornum áhorfenda. Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) útskrifaðist með BA gráðu frá Lista- háskóla Íslands árið 2012 og stund- aði síðar meistaranám í myndlist við Koninklijke Academie í Gent, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018. Guð- laug hefur staðið að margvíslegum verkefnum innan myndlistar og brugðið sér í hlutverk útgefanda, sýningarstjóra og rannsakanda. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis. n Verk byggð á nærumhverfi Íslendinga Verk eftir Guðlaugu Míu. MYND/AÐSEND Verð þjónustu og íhluta eru um ½ af því sem hér gerist.   Nánari upplýsingar á https://www.helvetic-clinics.is/ og í síma 8 200 725 www.hei.is HELVETIC CLINICS er framúr- skarandi tannlækningaþjónusta í Búdapest. Starfsmenn eru um 50 og sérhæfing mikil og góð. Sambyggt stofunni á 12 Revay er gott hótel. Þetta er miðsvæðis í borginni og stutt í veitingahús og verslanir. Clinics Tannlækningar í Búdapest 60 Menning 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.