Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 110

Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 110
Jólasýning Þorra og Þuru verður frumsýnd um helgina, þriðja árið í röð og Agnes Wild, höfundur verksins, segir helgina sannkallaða hátíð fyrir sig og leikhópinn. odduraevar@frettabladid.is Leikhópurinn Miðnætti frumsýnir Jólasýningu Þorra og Þuru um helg- ina þannig að Agnes Wild, höfundur verksins, og hin í hópnum hafa haft í nógu að snúast, þar sem þau hafa verið að æfa tvær aðrar sýningar, Leitina að jólunum og hina geysi- vinsælu barnaleiksýningu Tjaldið, sem er sýnd í Borgarleikhúsinu. „Það gengur mjög vel og við erum mjög tilbúin fyrir helgina,“ segir Agnes, en auk Jólasýningar Þorra og Þuru er hópurinn að fara að leggja upp í sýningarferðalag á leikskóla víðs vegar um landið með Leitina að jólunum. Allt tengist þetta síðan, þar sem persónurnar Eysteinn og Hulda, úr farandsýningunni eru einnig kunnuglegir karakterar úr heimi Þorra og Þuru. Covid strik í reikninginn Í raun er um endurfrumsýningu á Jólasýningu Þorra og Þuru um helg- ina að ræða, en verkið var fyrst sýnt árið 2019 og síðan náðist einungis ein sýningarhelgi í fyrra vegna kófsins mikla. „En þetta er samt svona þriðja árið sem við sýnum þetta,“ segir Agnes. Birna Pétursdóttir bætist í hóp leikara að þessu sinni og fer með hlutverk Þuru í stað Sigrúnar Harðardóttur. „Þannig að þetta er frumsýningin hennar um helgina,“ bætir Agnes við lauflétt og er tilbúin til að fall- ast á að það sé uppsöfnuð eftirspurn eftir jólasýningum eins og þessari vegna hrakfaranna í fyrra. „Ég held það. Salan gengur mjög vel og við vorum að bæta við auka- sýningu til að þjóna eftirspurninni. Það var auðvitað mjög leiðinlegt í fyrra að komast svona lítið í þessar jólasýningar og frábært að það sé hægt að gera fólki kleift að heim- sækja leikhús í ár,“ segir Agnes. „Það er líka svo jólalegt og gaman að fara í sparifötin og fara í leik- húsið á jólasýningu. Leikmyndin hjá okkur er líka svo ótrúlega falleg og svo jólaleg og það eru jólatré og jólasnjór og þetta er algjör ævin- týraheimur hjá okkur í Tjarnarbíói.“ Hópurinn gaf nýverið út bókina Þorra og Þuru og jólakristalinn. „Hún er upp úr sögunni á leiksýn- ingunni. Þannig að fólk getur farið á sýninguna og haldið svo áfram að lesa heima. Þannig að þetta er bæði frumsýning hjá okkur og eiginlega svona útgáfuhelgi líka.“ n Það er líka svo jólalegt og gaman að fara í sparifötin og fara í leikhúsið á jólasýn- ingu. Agnes Wild, Jólatré og snjór í ævintýra veröld þeirra Þuru og Þorra  Jólasveinninn lætur sig ekki vanta frekar en jólasnjórinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Þura og Þorri koma kát út úr kófinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR TÖLVULEIKIR Calld of Duty: Vanguard Útgefandi: Activision Blizzard Framleiðandi: Sledgehammer Games Kemur út á: PlayStation 5, Xbox One, Microsoft Windows einarthor@frettabladid.is Það ríkir jafnan eftirvænting þegar nýr Call of Duty-leikur lítur dagsins ljós. Á dögunum kom út enn einn leikurinn í þessari sívinsælu seríu, Call of Duty Vanguard, og að þessu sinni er flakkað um hina ýmsu víg- velli á tímum seinni heimsstyrj- aldarinnar. Leikurinn býður upp á ýmsa möguleika í spiluninni en eins og svo oft áður er netspilunin hið eiginlega f laggskip. Í Vanguard er auðvelt að gleyma sér í hinum ýmsu bardögum gegn spilurum úti í heimi og stenst leikurinn ágætlega þær væntingar sem til hans eru gerðar að því leyti; borðin eru að minnsta kosti nokkuð fjölbreytt og ágætlega útfærð. Aðrir geta einnig fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða í einspiluninni (e. campaign) eða Zombies. Á undanförnum árum hafa framleiðendur lagt sífellt minni áherslu á einspilunina, sem á köflum hefur verið stutt og jafn- vel eins og hálfgert sýnishorn af leiknum. Þó einspilunin sé ekki ýkja löng að þessu sinni er hún vel heppnuð og heldur manni vel við efnið. Þeir sem spila Vanguard gætu ef til vill fengið þá tilfinningu að leiknum svipi of mikið til fyrri leikja í serí- unni. Það er þó ljóst að ekki er hægt að finna upp hjólið á hverju ári og því skiljanlegt að breytingarnar séu ekki brjálæðislega miklar frá ári til árs. Það er líka engin þörf á að breyta sífellt góðri uppskrift þó gömul sé. n NIÐURSTAÐA: Góður leikur en býsna kunnuglegur. Gamli góði tætarinn er mættur aftur BARÓNSTÍGUR KEFLAVÍK OG AKUREYRI 8-24 24/7 okkar uppáhalds úr WWW.EXTRA.IS 2499kr.pk. Kirkland pakkaslaufur 50 stk Kirkland Jólapappír 36 M 1999 kr.stk. 2499 kr.stk. Kirkland Jólapappír 3 rúllur !! VINSÆL VARA 70 Lífið 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.