Fréttablaðið - 27.11.2021, Síða 112

Fréttablaðið - 27.11.2021, Síða 112
ÁRMÚLI 28-30 DOMUSNOVA - SÍMI 527 1717 - WWW.DOMUSNOVA.IS LÁTTU FAGFÓLK SELJA ÞÍNA EIGN Leigist í heilu lagi eða hlutum. Jarðhæð hússins hentar vel sem verslun og/eða skrifstofur. Allar skrifstofur í húsinu eru með léttum glerveggjum sem auðvelt að breyta og aðlaga að starfsemi viðkomandi. Mjög góð hljóðvist í öllu húsinu. Mötuneyti á jarðhæð með nýlegum tækjum. Bílastæði við húsið samtals 72. Fasteignin er öll endurnýjuð að utan. Að innan er hún vel búin hvað varðar kerfis- loft, loftræstikerfi, lýsingu, rafkerfi þar á meðal aðgangsstýringarkerfi og sérstök ljósavél til að fyrirbyggja rafmagnsleysi. Ný lyfta er í húsinu og sameiginleg rými þar á meðal stigagangar og salerni hin glæsilegustu. Alls 2.802 m2 Leigist í heilu lagi eða hlutum til leigu Agnar Agnarsson Löggiltur Fasteignasali agnar@domusnova.is Sími: 820 1002 Nýtt og sígilt Maturinn á La Primavera ber með sér þær kröfur sem Leifur gerir til sjálfs sín. Hann hikar ekki við að reyna eitthvað nýtt en er um leið ófeiminn við að tefla fram sígildum réttum, svo sem parmaskinku á glóðuðu brauði með geitaostasósu, car- paccióinu sem mér finnst hvergi betra en hjá honum, eða mila- nese kálfinum með tagliolini og hæfilega sterkri tómatsósu. Ég þreytist aldrei á að borða þessa rétti ... Úr formála Ólafs Jóhanns Ólafssonar Primavera 25 er matreiðslu- bók sem geymir uppskriftir frá La Primavera, hinum vinsæla veitingastað Leifs Kolbeinssonar og fjölskyldu. Veitingastaðurinn er í Mars- hallhúsinu á Granda og nýlega var opnaður La Prima- vera-staður á fjórðu hæð í Hörpu. La Primavera hóf rekstur árið 1993 í Húsi verslunarinnar en árið 1996 f lutti staðurinn í Austurstræti og var þar til ársins 2011. Árið 2017 opnaði La Primavera svo í Mar s- hallhúsinu. „Það eru 25 ár síðan La Primavera opnaði í Austurstræti og kominn tími fyrir matreiðslubók. Þess vegna ber bókin nafnið Primavera,“ segir Leifur. „Fyrir ansi mörgum árum gáfum við út matreiðslubók sem seldist upp, ég hef heyrt að setið sé um hana hjá fornbókasölum.“ Nýja matreiðslubókin, sem fæst á La Primavera, er fallega hönnuð af Einari Geir Ingvarssyni og myndirn- ar eru teknar af Ara Magg. Í bókinni er að finna fjölmargar uppskriftir að bragðgóðum réttum í anda þeirrar ítölsku matreiðslu sem einkennir La Primavera. „Við erum að gera sömu hluti og þegar staðurinn var í Austurstræti. Þegar við opnuðum La Primavera hér í Marshallhúsinu þá ákváðum við halda okkur við matar- gerðina sem við vorum þekkt fyrir.“ Töfrar hráefnisins Maturinn á La Primavera er einfald- ur og bragðgóður, án allrar tilgerðar. Hver er leyndardómurinn á bak við þessa góðu matreiðslu? spyr blaða- maður. „Hann er í hráefninu,“ segir Leifur. „Fiskurinn sem við fáum er ferskur og góður. Ekkert er valið af handahófi heldur sérvalið. Sem dæmi get ég tekið að við leitumst eftir að fá vikulega burrata ost frá Ítalíu og getum þá haft hann nýlag- aðan. Við veljum góðar skinkur og Ekkert valið af handahófi Ólafur Jóhann Ólafsson. Leifur Kolbeins- son stendur vaktina á La Primavera. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is ólífuolían er frá Toscana. Allt byggir á gæðum og einfaldleika, eins og ítölsk matargerð er.“ Ítölsk vín eru svo vitanlega á boðstólum en Þorri Hringsson skrifar kafla í bókinni sem hefur yfirskriftina Ítalía, vín- landið góða. Meðal vinsælustu réttanna á La Primavera eru kálfur milanese og hin dásamlega parmaskinka með geitaostasósu, tiramisu og ostakak- an, en uppskriftin að henni kemur frá Spáni. „Svo verður að nefna fiskinn okkar og hina hefðbundnu klassísku pastarétti,“ segir Leifur. Leifur er yfirleitt alltaf sjálfur í eldhúsinu að elda fyrir gesti. „Að reka veitingahús er lífsstíll. Mér líður vel í eldhúsinu. Það er gott að finna sínu hillu í lífinu og ég var heppinn að finna eldamennskuna,“ segir Leifur, sem byrjaði að starfa við eldamennsku einungis 16 ára gamall og fagnar 40 ára starfsafmæli á næsta ári. „Þegar ég var í síðasta bekk í gagn- fræðaskóla, Austurbæjarskóla, feng- um við að kynna okkur starfsgrein í nokkra daga. Ég valdi að fræðast um starf kokka og var í nokkra daga uppi í Múlakaffi. Daginn eftir að ég útskrifaðist úr gagnfræðaskóla var ég byrjaður á samningi á Múlakaffi, nýorðinn sextán ára.“ Hann segist hafa verið fremur matvandur sem krakki. „Ég borð- aði alls ekki allt, en á unglingsárum lagði ég mikinn metnað í að ná færni í eldamennsku og elda góðan mat. Það veitti mér mikla ánægju að heyra hrifningarorð þegar fólk borðaði mat sem ég hafði eldað.“ Ólafur Jóhann skrifar formála Spurður hvort hann eigi sér uppá- haldsmat segir hann: „Ef ég á að vera væminn þá er það hráefnið sem ég er að vinna með hverju sinni. Ann- ars er ég alæta á mat. Mér finnst mjög gaman að búa til pasta og það sama á við um risotto.“ Fastakúnnarnir eru margir. Meðal þeirra er Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, sem skrifar formála að matreiðslubókinni. „Ég var svo heppinn að kynnast Ólafi þegar hann keypti hús við hliðina á fjölskylduhúsinu á Freyjugötu sem afi minn byggði. Alltaf þegar Ólafur kemur heim frá New York borðar hann hér og við höfum spjallað mikið saman. Ég er mjög þakklátur Ólafi fyrir að skrifa þennan formála í bókina.“ Leifur segir viðskiptavini stað- arins samanstanda 99 prósent af Íslendingum. „Núna á þessum ömurlegu tímum sem kallast Covid er ég heppinn að svo hefur verið, því ég hef haldið töluvert góðum fjölda gesta. Ég er auðmjúkur og þakklátur vegna þess hversu vel staðurinn hefur verið sóttur.“ n 72 Lífið 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.