Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 114

Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 114
Ég gerði kökur sem eru innblásnar af Íslandi. odduraevar@frettabladid.is Sæþór Kristínsson keppir til úrslita Den store bagedyst í kvöld. Hann segir það því- líkan létti að geta loksins upp- lýst að Íslendingar eigi þannig sinn fulltrúa í úrslitum danska bakstursraunveru- leikaþáttarins. Sæþór Kristínsson er kominn alla leið í úrslitaþátt tíundu seríu bakst- ursraunveruleikaþáttarins Den store bagedyst sem verður sýndur í dönsku sjónvarpi í kvöld. Hann segir mikinn létti fylgja því að geta loksins sagt frá þessu í samtali við Fréttablaðið. Þótt Sæþór hafi búið í Danmörku síðan hann flutti þangað frá Íslandi sjö ára gamall má með sanni segja að þjóðin eigi sinn fulltrúa í raun- veruleikaþættinum vinsæla sem var tekinn upp fyrr á þessu ári. Sæþór hefur því mátt þegja lengi yfir leyndarmálinu um að hann hafi komist í lokaþáttinn. „Þetta hefur verið klikkað,“ sagði Sæþór þegar Fréttablaðið ræddi við hann þegar sýningar hófust í síðasta mánuði og lét fylgja sögunni að ferlið allt hefði verið gríðarlega krefjandi. Litblindur á marsipan Sæþór byrjaði að baka þegar hann eignaðist dóttur sína sem verður níu ára í byrjun næsta árs og þátt- töku sína tileinkar hann minningu móður sinnar, Kristínar Steingríms- dóttur, sem lést úr krabbameini í janúar. Sæþór hefur slegið í gegn í þátt- unum og gengið vel hingað til þótt hann hafi á einum tímapunkti lent í vandræðum með marsípanþraut. „Ég er sem sagt litblindur og tapaði þeirri keppni,“ segir Sæþór hlæjandi. „Þau sögðu að litirnir væru ekki réttir í grundvallaratriðum,“ útskýrir Sæþór sem segist ekki hafa látið þetta stoppa sig. „Alls ekki. Ég hef verið litblindur allt mitt líf og frekar vanur slíku og tók þessu bara af stóískri ró.“ Gott að geta sagt frá Úrslitin voru tekin upp í sumar og Sæþór gefur vitaskuld ekkert upp um úrslitin sem verða ljós á morg- un. „En það er gríðarlega huggu- legt að geta loksins sagt fólki að ég hafi komist alla leið í úrslitin,“ segir Sæþór léttur. Þátturinn er meðal vinsælustu þátta Danmerkur og Sæþór hefur fengið mikla athygli. „Fólk er farið að þekkja mig úti á götu og það hefur stundum jafnvel heilsað mér og er mjög almennilegt.“ Þá hefur Sæþór haft nóg að gera á samfélagsmiðlum og fylgjendafjöldinn hefur, eðlilega, rokið upp úr öllu valdi. Bakað úr íslenskum rótum „Ég gerði kökur sem eru innblásnar af Íslandi,“ segir Sæþór um útspil sitt í lokaþættinum en þar mun hann heiðra íslenskar rætur sínar og Egils Malt og Nóa Kropp koma við sögu svo fátt eitt sé nefnt. Þá ætla systur hans að koma í heimsókn í kvöld og horfa á útsend- inguna með honum auk þess sem hann hyggst baka alveg eins kökur fyrir þær og hann tef lir fram í úrslitaþættinum á skjánum.n Sæþór notar Nóa Kropp og Malt í úrslitabakstrinum Sæþór hefur átt mjög góðu gengi að fagna í þættinum auk þess sem andinn milli keppenda má heita býsna góður miðað við raunveruleikasjónvarp. Sæþór Kristínsson ætlar að taka íslenskan snúning á baksturinn í úrslitakeppninni sem verður sjónvarpað í Dan- mörku í kvöld þannig að úrslit ættu að liggja fyrir upp úr klukkan 20 að íslenskum tíma. MYND/AÐSEND B ra n d e n b u rg | s ía ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1.690 KR. EF ÞÚ SÆKIR 74 Lífið 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.