Heilsuvernd - 01.05.1947, Page 10

Heilsuvernd - 01.05.1947, Page 10
Heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands Það hefir lengi verið takmark óska og vona þeirra, er að Náttúrulækningafélagi íslands standa, að takast mætti að koma upp heilsuhæli, sem starfrækt væri í anda þessarar stefnu. Starfsemi þessa hælis mundi vera tvíþætt: 1. Taka á móti sjúklingum iil lækninga. 2. Kenna mönnum, á lwern hátt koma megi í veg fyrir sjúkdcma, fyrst og fremst þá, sem eru bein afleiðing langvarandi neyzlu ónáttúrlegrar og illa samsettrar fæðu og annarra óeðli- legra tifnaðarhátta. Slíkum hælum, sem hér er fyrirhugað, fer stöðugt fjölgandi erlendis. Til þeirra sækir árlega fjöldi fólks nýja heilsu, nýja von, nýjan skilning, ný viðhorf til lífs- ins og nýjan lífsþrótt. í þessum hælum er fengin víðtæk reynsla og dýrmæt fyrir því, að lifandi fæða er einhver veigamesta vörn og sókn gegn fjölda þeirra sjúkdóma, er þjá dauðlegt mannkyn og rænir það heilsu og hamingju. Því miður er heilsuleysi í einni og annarri mynd svo algengt, að fólk er næstum farið að trúa því, að vanheilsa sé eðlilegt og óumflýjanlegt ástand. En því fer fjarri. Náttúrulækningastefnan lítur svo á, og byggir þar á fenginni reynslu og rannsóknum, að góð heilsa eða full- komin heilbrigði og sú hamingjutilfinning, sem henni er samfara, geti orðið hlutskipti flestra manna. Vér upp- skerum eins og vér sáum. Náttúrulækningastefnan leitast við að kynnast sem bezt því lögmáli, sem ræður fullominni heilbrigði, og

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.