Heilsuvernd - 01.05.1947, Page 12

Heilsuvernd - 01.05.1947, Page 12
4 HEILSUVERND Og með því að liæli þetta á að standa opið öllum lands- lýð, hvort sem menn aðhyllast stefnu félagsins eða ekki, þá er eðlilegt, að félagið leiti til almennings um fjár- framlög og aðra aðstoð. Á tímum þess peningaflóðs, sem streymir yfir land- ið, ætti víða að vera til skilningur á því, að beztu vext- ina af peningum sínum fái menn ekki ætíð með því að. leggja þá inn i banka eða í gróðafyrirtæki. Enginn get- ur ávaxtao fé sitt betur en með því að leggja það í fyrir- tæki til þjóðþrifa og mannheilla. Og ég þekki ekkert mál svo aðkallandi, svo guðsþakkarvert og eins líklegt til að gefa þúsundfaldan arð í aukinni heilbrigði og ham- ingju og þetta heilsuhælismál. „Hvað vannst þú drottins veröld til þarfa? Þess verður þú spurður um sólarlag“, segir skáldið. Ég býst við, að enginn sleppi við að svara þessari spurningu að lokum. Vilt þú, ungur eða gamall, karl eða kona, rétta oss hjálp- arhönd til að koma þessu velferðarmáli í framkvæmd og stuðla þannig að þvi að bjarga lífi og heilsu með- bræðra þinna eða sjálfs þín? Eitt er víst, að enginn fer með þá fjármuni, er mölur og ryð granda, er hann flyt- ur búferlum héðan. Og enginn getur vitað, nema hann sjálfur eða hans nánustu njóti ávaxtanna af þeim skild- ingum og því liðsinni, sem hann leggur þessu máli. Ég vænti góðs skilnings og góðra undirtekta, ekki að- eins af þeim, sem hafa starfað af áhuga í félagi voru, heldur og af fjölda óþekktra vina og velunnara. Og ég sný máli mínu til allra hugsandi manna og kvenna, sem þessar línur lesa: Leggið oss fjárhagslegt lið, eftir því sem efni, ástæður og áhugi yðar á málinu blæs yður í brjóst. En leggið o&s einnig til góðar og styrkjandi hugsanir. Þær eru líka mikils virði. Minnist þess, að HEILSUVERND ER BETRI EN NOKKUR LÆKNING. Jónas Kristjánsson.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.