Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 13

Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 13
Jónas Kristjánsson: í heimsókn hjá dönsknm kvenlækni Er ég hafði lokið erindum mínum i Stokkhólmi, en þau voru að kynnast hinni stórmerkilegu Waerlands- hreyfingu, hélt ég' til Danmerkur. Aðalerindið þangað var að heimsækja dr. Kirstine Nolfi í hinu nýja lieilsuliæli hennar Humlegaarden. Krabbamein læknað með mataræði. Einn vina minna, Björn kaupmaður Kristjánsson frá Sauðárkróki, hinn fyrsti hvatamaður að stofnun Náttúrulækningafélags ís- lands, hafði fært mér, auk fleiri bóka, lítið kver eftir dr. Kirstine Nolfi um „þýðingu náttúrlegrar liráfæðu fyrir heilbrigða og sjúka“. Ég las kver þetta þegar i stað og þótti það Iiarla merkilegt. Höfundurinn, sem er danskur kvenlæknir, segir þar frá því, að henni hafi tekizt að lækna sjálfa sig af krabbameini í brjósti með því að lifa eingöngu á náttúrlegri hráfæðu, aðallega úr jurtaríkinu, auk mjólkur og eggja. Þetta voru mikil tíðindi og al- gerð nýjung, því að háskólalæknisfræðin og læknar al- mennt þekkja engin önnur ráð við krabbameini en hnif- inn, radium og röntgengeisla, sem gefa lélegan árangur, og þeir viðurkenna ekki, eða neita þvi jafnvel ákvcðið, að krabbamein standi í nokkru sambandi við mataræðið. Svo að segja allar rannsóknir háskólalæknisfræðinnar hafa snúizt um það að finna einhverja hakteríu eða huldu- sýkil (vírus), sem orsaki sjúkdóminn, rannsaka efna- breytingar i hinum sjúku vefjum, reyna að finnna með- ul til að eyða æxlunum o. s. frv. Við þetta liafa hundruð

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.