Heilsuvernd - 01.05.1947, Síða 14

Heilsuvernd - 01.05.1947, Síða 14
6 HEILSUVERND og þúsundir lækna og vísindamanna unnið áratugum saman og' varið til þess milljónum og aftur milljónum króna, án þess að menn séu fyrir það nokkru nær um orsakir krabbameinsins, vörn gegn því eða lækningu á því. Og svo skyldi það koma upp úr kafinu, að bægt sé að lækna það með ekki flóknari ráðum en þeim að breyta um mataræði og lifnaðarliætti, og fyrirbyggja það á sama hátt. Undirtektir lækna. I kveri sínu segir dr. Nolfi sögu bar- áttu sinnar við heilsuleysi og síðast við krabbameinið. Frásögn bennar er birt i þýðingu annarsstaðar í lieftinu. Sumir kynnu að vilja efast um, að um krabbameinsæxli Iiafi verið að ræða, en eftir allri lýsingunni að dæma tel ég það ekki geta orkað tvímælis. Saga dr. Nolfi er ekki aðeins merkileg fyrir þann sig- ur, sem bún vinnur á erkióvini mannkynsins, krabba- meininu, og' þá allsherjar heilsuhót, sem liún hlýtur jafn- framt. Hún er ekki síður eftirtektarverð fyrir það, hverj- ar undirtektir hún fær hjá stéttarbræðrum sínum, dönsku læknunum. Þeir skella ekki einasta skollaeyrun- um við sögu hennar, heldur meina þeir henni blátt áfram að skýra frá þessari lækningu á læknafundum og í mál- gagni lækna. Og nú síðast er hún ofsótt fyrir það, að sjúklingur með sykursýki, sem enginn læknir lmgði líf en dr. Nolfi tók við nauðug fyrir þrábeiðni, andaðist í sjúkrahúsi eftir skamma dvöl i lieilsidiæli hennar. Ég liefi alltaf talið víst, að hver maður mundi gleðj- ast yfir því, af einhverjum tækist að brjóta á bak aftur vald hins ægilega óvinar, krabbameinsins. Og læknar ættu manna fyrstir að fagna slíkum fréttum. Ég hefi scm læknir svo oft orðið var þeirrar skelfingar, sem grip- ur fólk, er það óttast eða þykist sannfært um, að krabba- mein hafi tekið sér bólfestu í líkama þess. Orsakir krabbameins. Og ég hefi fyrir löngu þótzt liafa fengið vissu fyrir því, að ónáttúrleg og dauð fæða, svo sem hvítur hveitisalli, hvítur sykur, hvítliefluð hrisgrjón,

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.