Heilsuvernd - 01.05.1947, Page 17

Heilsuvernd - 01.05.1947, Page 17
HEILSUVERND 9 sundi. Er þar hinn ákjósanlegasti sjóbaðstaður, með lít- illi bryggju. Dr. Nolfi tók það fram, að Humlegaarden væri enginn „lúxus“staður fyrir fínt fólk, sem þyrfti að hafa þjón á hverjum fingri. ftevnsla væri fengin fyrir því, að í hælum yfirleitt hatnaði þvi fólki fyrr, sem minnst væri dekrað við og þyrfti að þjóna sér sjálft, og þetta væri einnig reynsla sín. Eflaust er þetta eitt hið ódýrasta heilsuhæli, sem til er, enda ekki stofnað í gróðaskyni. Daggjaldið er einar 8 krónur danskar fyrir fæði, húsnæði og læknishjálp. Flestir sjúklingarnir hafa fótavist, og allmargir hafa með sér rúmföt. Þeir liirða sjálfir um föt sín, búa um rúm síu og' þvo jafnvel g'ólf liver í sínu herbergi. Þarna var þó fólk af öllum stéttum, að mér virtist, m. a. greifafrú em, prúð og látlaus kona. Ég var gestur þeirra hjóna vikutíma og kunni við mig hvern dag öðrum betur. Hefir mér varla liðið betur ann- arstaðar. Allt er svo óþvingað og blátt áfram. Húsbænd- ur og læknir kunnu tökin á meðferð gesta og sjúklinga. Mataræði. Máltíðir voru kl. 9—10 að morgni, kl. 1 e. li. og kl. 8 að kvöldi. Á borðum var aðeins náttúrleg og ó- soðin fæða, ekkert eldborið, jafnvel ekki brauð eða soðn- ar kartöflur. Helztu fæðutegundir voru: Salat, kál og allskonar grænmeti, hráar kartöflur, rófur, gulrætur, rauðrófur og aðrir rótarávextir, epli o. fl. nýir ávextir, nýmalaður rúgur og heilhveiti, spíraðar baunir, spírað korn (rúgur, liveiti, bygg, hafrar), laukur, ný fjósa- mjólk og egg. Ég hafði áður reynt allan þennan mat, nema hráar kartöflur, og var ekki laust við, að ég' kviði fyrir þeim. En ég vandist þeim fljótt, eins og dr. Nolfi hafði spáð mér. Þegar svalt var i veðri, hefði ég heldur lcosið volga mjólk og hafði orð á því við dr. Nolfi, að ef vetur væri, mundi mér þykja ónotalegt að drekka kalda mjólk að morgni og fá af því hvíta fingur. Sagði dr. Nolfi, að ekk- ert væri á móti því að verma mjólkina, en það yrði að

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.