Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 18
10
HEILSUVERND
gera í vatnsbaði með líkamshita en ekki við eldhita, sem
mnndi skemma liana.
Dægrastyttingar. Dr. Nolfi sefur undir beru lofti vet-
ur og sumar, úti á yfirbyggðri verönd, enda er þarna
skjólgott og góðviðrasamt. Fósturdóttir hjónanna, Odd-
ný að nafni, prýðisstúlka af íslenzkum ættum, annast
um hús- og hælisstjórn með fósturmóður sinni af liin-
um mesta skörungsskap, og hefir eftirlit með útileikfimi
og sjóböðum. Flesta daga, þegar gott var veður, tóku gest-
ir sér ferðir út um byggðina, annaðhvort gangandi eða
akandi. En umhverfið er liið fegursta og vegir góðir.
Eitt kvöldið fórum við til Krónborgar, þar sem norsk-
ur leikflokkur lék harmleikinn Hamlet eftir Sliakespeare
undir beru lofti. Var fremur svalt þetta kvöld, en ég
lield, að fæstir hafi fundið til svalans, vegna þess live vel
menn fylgdust með leiknum, enda var leikið með af-
brigðum vel.
Annaðhvert kvöld koniu húshændur og gestir saman i
stórri gestastofu. Var þar sungið, lesið upp og ræður
fluttar um ýms mál. Flutti ég' þar að beiðni dr. Nolfi
þrjú stutt erindi urn ísland, um liáttu íslendinga, matar-
æði, heilhrigði og' sjúkdóma. Ég varð ekki annars var
en hlýleika i garð Islendinga þar og annarstaðar, er ég
kom.
Lifandi fæða. Ég átti daglega viðræður við dr. Nolfi.
Barst talið eitt sinn að því, livort lienni liefði ekki fallið
illa undirtektir læknastéttarinnar dönsku. Hún kvað svo
hafa verið i fyrstu, en nú stæði sér alveg á sama um
títuprjónastungur þeirra. Hún kvaðst forðast harðar og
fjandsamlegar deilur, að þeim væri enginn ávinningur.
Dr. Nolfi leggur alveg sérstaka áherzlu á það, að fæð-
an sé lifandi og engu svipt af sínum góðu og náttúrlegu
kostum. Þessvegna sést þar aldrei á borðum nein mun-
aðarvara eða tízkumatur, svo sem hvítt brauð eða hvít-
ur sykur eða fínir og gómsætir réttir. Einu sætindin er
hunang, sem notað er til smekkbætis.