Heilsuvernd - 01.05.1947, Side 21
Dr. Kirstine Nolfi:
KRABBAMEIN
MEÐ
MATARÆÐI.
Ég útskrifaðist sein læknir árið 1907 og vann síðan i
sjúkrahúsum um 12 ára skeið, síðustu 3 árin sem fyrsti
aðstoðarlæknir við þekkt sjúkrahús í Kaupmannahöfn.
Sjúkraliúsafæðið reyndist mér ekki betur en svo, að
eftir 6 ár var ég komin með blæðandi magasár.
Árið 1926 verður þess fyrst vart i Danmörku, að menn
fara að lifa eingöngu á ósoðnum mat — eða á hráfæði.
Ég gerði tilraun með þetta mataræði á sjálfri mér og
varð gott af. Og næstu 14 árin borðaði ég mikið af hrá-
meti, en samt ekki nóg, eins og síðar kom í ljós, því að
jafnframt horðaði ég allan venjulegan mat.
Upp úr áramótunum 1940 og 1941 tók ég að finna til
þreytu og slappleika. Mér fór að förlast minni, og
það svo, að ég endurtók stundum sömu orðin við sjúkl-
inga mína með fárra mínútna millibili. Ég var orðin þung
á mér og völt í spori, og eitt sinn datt ég' og fótbrotnaði
af þessum sökum. Um vorið, þegar ég fór að vinna í garði
mínum að vanda, gat ég ekki unnið nema stutta stund í
senn, var þá orðin þreytt og varð að hvíla mig. Þessi sí-