Heilsuvernd - 01.05.1947, Page 30

Heilsuvernd - 01.05.1947, Page 30
22 HEILSUVERND þrýst inn í vinstra afturhólf, sem dælir því út í aðalslag- æðina (aorta). Hún greinist alltaf smærra og smærra, unz hún er orðin að mjög þéttriðnu og smágerðu neti liáræða, sem flytja hverri einustu frumu líkamans nær- ingu og súrefni. Þar byrja liin svonefndu efnaskipti (metabolism), sem eru fólgin í því, áð næringarefni fæð- unnar breytast í lifandi frumur og' vefi eða önnur efni, sem nauðsynleg eru lífi og starfsemi líkamans. I staðinn gefa frumurnar frá sér ýms úrgangsefni, sem hlóðið tek- ur við og flytur til hreinsunartækja líkamans, þaðan sem þau tæmast út úr líkamanum. Lokastig meltingarinnar og hagnýtingar fæðunnar fer með öðrum orðum fram í frumunum sjálfum. Og þar liggur lausnin á ráðgátunni um sjúkdóma og heilbrigði. (Þýtt úr „Waerlands Mánads-Magasin“, sept. 1946). Tóbakið og hjartað. Af 150 karlmönnum, sem dóu nýlega í Toronto-fylki í Kanada, vegna stíflu í slagæðum lijartans (choronary trombosis), voru 142 reykingamenn, eSa 94%. Þeir 83, sem mest reyktu, urðu að meðaltali aðeins 47 ára, en hinir 58—59 ára. Af þessum 150 voru einir 8, sem reyktu ekki, en nánari rannsókn leiddi í ljós, að sumir þeirra höfðu reykt, en voru nýhættir. (Samkv. rannsókn amerísks læknis, W. J. McCormack að nafni). Þekktur amerískur sérfræðinglir i hjartasjúkdómum skýrir svo frá, að árið 1929 hafi dáið úr þessum sama sjúkdómi 3% sinnum fleiri karlar en konur i Toronto, en árið 1943 varð hann 068 karlmönnum og 334 kvenmönnum að bana, þ. e. a. s. aðeins helmingi fleiri körlum en konum. Ástæðan til þess, live mjög sjúkdómur þessi hefir aukizt hjá konum, miðað við karlmenn, eru taldar hinar stórauknu reykingar meðal kvenfólks. í ameríska læknablaðinu Journal of the American Medical Association, 30. des. 1939, er skýrsla frá hinni lieimsfrægu Mayo-stofnun, byggð á rannsókn mikils fjölda sjúklinga, þar sem segir svo: „Þeir sem ekki reykja, verða langlífari en reykingamenn. A aldrinum 40—50 ára eru sjúkdómar i slagæðum hjartans 17.4% tíðari í reykingamönnum en hinum, sem ekki reykja, og þeim mun tíðari, sem menn reykja meira. Það er engum blöðum um það að fletta, að tóhakið á nokkra sök á aukningu hjartasjúk- dóma“. (Úr Health Culture, okt. 1946 og jan. 1947).

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.