Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 32
24
HEILSUVERND
sraátt að ryðja sér til rúms, og' eitthvað mun sykur- og
]<affineyzla hafa aukizt, þótt hún yrði aldrei mjög mikil
hjá mér, en hvítur sykur kom í stað kandís- og púður-
sykursins. Maturinn var ávallt einfaldur. Steikt kjöt liafði
ég aðeins á hátiðum og notaði alla tíð lítið krydd. Og yf-
irleitt iief ég jafnan verið lítið gefin fyrir kjöt og fisk.
Mislingar og lungnabólga. Ég var lieilsuhraust í
hernsku, en féklc mislinga, þegar ég var 11 ára, og kom
liart niður. Fvrir nálægt 30 árum, er ég' var um hálf-
fimmtugt, veiktist ég af illkynjaðri lungnabólgu. Eg lá
lengi milli heims og lielju, og var mér vart hugað líf. En
lífið gekk með sigur af hólmi. Um aðrar leg'ur var ekki að
ræða, þangað til eksemið læsti klóm sínum í mig.
Um meltinguna er það að segja, að liún var eins og
gerist og gengur. Ég liafði að jafnaði Iiægðir einu sinni
á dag, og maginn var alltaf heilbrigður.
Útbrot á fótleggjum. Fáeinum árum eftir lungnabólgu-
leguna féklc ég úthrot á fótleggina. Voru það eins konar
vatnsbólur, sem vall og ýrði úr við og við. Ég bar á þær
sinkpasta, og hafði það nokkra hót í för með sér, en þvi
miður voru það aðeins stundargrið. Bólurnar komu aft-
ur og aftur, þótt greri í bili.
Kvilli þessi ágerðist, og var ég orðin allilla haldin, cr
ég' leitaði til læknis míns, Magga heitins Júl. Magnúss.
Var ég þá komin hátt á sextugsaldur. Ég' gekk til hans
um 14 ára skeið, og gaf liann mér margar tegundir á-
burðar og ýmis meðul önnur, sem komu að engu haldi.
Þá gerði liann tilraun með að taka mér blóð og dæla
vökva inn i æð i þess stað. Tók liann stundum talsvert
mikið blóð í einu. Ég hafði mjög slæman litarliátt. And-
litið var rautt og þrútið og sömuleiðis hendurnar. En
við þessar aðgerðir breyttist litarhátturinn stundum til
batnaðar í bili, en sótti alltaf í sama horfið aftur.
Góður árangur af breyttu mataræði. Vorið 1941 fór
læknir minn utan og var erlendis allt sumarið. Um það
leyti var líðan mín hin versta. Svo mikil úrferð var úr