Heilsuvernd - 01.05.1947, Page 39
HEILSUVERND
31
fossi og frá Gröf í Hrunamannahreppi, jörS NLFÍ, þar sem
heilsuhælið á að rísa upp. Myndin var öll í litum og gullfalleg
frá upphafi til enda, og vakti hún mikla og verðskuldaða
hrifningu áhorfenda. Guðmundur Einarsson frá Miðdal sýndi
myndina og skýrði hana í forföllum Vigfúsar.
Þá lék Lansky-Otto, kennari við Tónlistaskólann, nokkur lög
á píanó við mjög góðar undirtektir, og þar á eftir skemmti
JBaldur Georgs með búktali sínu, sem vakti mikla kæti.
Að lokum flutti forseti félagsins, Jónas læknir Kristjánsson,
nokkur ávarpsorð. Kl. 11 liófst svo dans, sem stóð til k'. 1
eftir miðnætti.
Meðan á dansinum stóð, var á boðstólum drykkur úr eplum,
hunangi, sítrónusafa og vatni. Drykkurinn var búinn til jafnóð-
um fyrir augum gestanna, í sérstakri hrærivél, sem hrærði hann
á 1—2 mínútum, og þótti hann hinn ljúffengasti.
Skemmtunin var á óheppilegum tíma, vegna þess að inflú-
enzufaraldur geisaði í bænum. Samt sóttu hana um 180 manns.
Ágóðinn af skcmmtuninni varð um þrjú þúsund krónur og rann
allur í Heilsuhælissjóð.
Are Waerland
kemur til landsins 18.
júní nlc. og dvelur hér
til júlíloka. Hann mun
flytja fyrirlestra víðs-
vegar um landið á veg-
um NFLÍ, og hefir
lagt á sig það erfiði að
læra íslenzku til þess
að geta flutt fyrirlestra
sína á því máli. Á aug-
lýsingasíðu VIII er nán-
ar lýst tilhögun ferða-
lagsins.