Heilsuvernd - 01.08.1948, Side 16

Heilsuvernd - 01.08.1948, Side 16
8 HEILSUVERND einir, sem höfðu samið sig að lifnaðarháttum Waerlands um nokkurt skeið, höfðu lesið bækur hans og rit og voru því vel kunnugir kenningum hans. Námskeiðið sóttu 65 manns, karlar og konur, þar af tíu útlendingar: 4 Finnar, 4 Norðmenn og eg og kona mín, Halldóra Guðmundsdóttir. Nú skal lýst í stuttu máli tilhögun námskeiðsins. Kl. 6.30 var hringt til fótaferðar, og fengu menn sér þá volgt te, sem búið var til úr ýmsum jurtum, eða soð af grænmetisleifum frá kvöldinu áður. Teið var drukkið mjólkur- og sykurlaust. — Kl. 7.15 var leikfimi, sem stjórnað var af leikfimiskennara einum — undir beru lofti, þegar veður leyfði — og að leikfiminni lokinni fengu menn sér kalt steypibað. Kl. 8 var morgunverður: Súrmjólk eins og hver vildi, og út á hana eftir vild púðursykur, hveitihýði, hveitikím, hör- fræ, heilt eða malað, og hrár laukur. Frá kl. 9-11 flutti Waerland fyrirlestra sína, en í byrjun hvers fyrirlesturs eða fundar var sungið lag, og á undan fyrirlestrum Waerlands flutti kona hans, frú Ebba Waer- land, kvæði eða stutta hugvekju eftir sjálfa sig eða aðra. Fyrirlestrar Waerlands gengu aðallega út á byggingu mannslíkamans og líffæra hans og hlutverk þeirra, rétta hirðingu þeirra og næringu, orsakir helztu sjúkdóma og leiðirnar til lækningar þeirra og útrýmingar. Kl. 11 fengu menn sér volgt te, og síðan var „rytmisk“ leikfimi, sem norskur leikfimiskennari stjórnaði. — Kl. 12 var hádegisverður: Krúska eða molínógrautur með epla- eða berjamauki og nýmjólk, brauð smjör, mysuostur eða mjólkurostur og laukur. Síðan var hvíldartími til kl. 15. Kl. 15 -17 voru fyrirlestrar um ýmisleg efni. Annan- hvern dag flutti sálfræðingur nokkur, dr. Helle að nafni, fyrirlestra um skapgerðarmyndun. Þá voru fluttir nokkrir fyrirlestrar um hinar nýrri ræktunaraðferðir, sem getið hefir verið hér í ritinu og verður nánar sagt frá í næsta hefti. Einn daginn fórum við til búgarðs í nágrenninu, þar sem byrjað var að nota þessar nýju aðferðir.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.