Heilsuvernd - 01.08.1948, Qupperneq 18
10 HEILSUVERND
Einn daginn flutti frú Waerland erindi um sambandið
milli sálar og líkama. Hún er afburða snjöll fyrirlesari, stór-
gáfuð og menntuð kona, prýðilega skáldmælt og ritfær vel,
og hin bezta stoð og stytta manns síns í baráttu hans og
starfi. — Dan Áberg, einn fyrsti og bezti stuðningsmaður
Waerlands í Svíþjóð, flutti erindi um föstur sem læknisráð,
og í annað skipti sýndi einn þátttakandi námskeiðsins,
hjúkrunarmaður frá Rauða krossinum, hjálp í viðlögum.
Kl. 17 var drukkið te eins og að morgninum, og kl. 18
var svo snæddur kvöldmatur, sem var grænmeti, kartöflur,
súrmjólk og súr undanrenna, brauð, smjör og ostar. Kart-
öflurnar voru bæði soðnar og hráar, en allt annað var ósoð-
ið: Salat, tómatar, gúrkur, hvítkál, blómkál, rifnar gul-
rætur og rauðrófur, laukur, graslaukur, persille, gulrófur
o. fl.
Eftir kvöldmat skemmtu menn sér í leikfimishúsi skól-
ans við söng og dans, aðallega hringdansa, sem enn eru í
hávegum hafðir í Svíþjóð. Sum kvöldin voru umræðu-
fundir um ýms mál varðandi kenningar Waerlands og
viðhorf waerlandista til ýmissa vandamála. Tóku þau Waer-
land og kona hans að jafnaði þátt í þeim umræðum, og
blés Waerland alltaf lífi í þær með mælsku sinni og óbil-
andi fyndni og fjöri.
Á bak við leikfimishúsið hafði verið sett upp finnsk
baðstofa: Með ofni af sérstakri gerð (nota má líka venju-
legan ofn og jafnvel rafmagnsofn) er loftið í baðstofunni
hitað upp í 80 stig á Celsíus eða meira. Vegna þess að
engin gufa kemst að, svo að loftið er mjög þurrt, þola menn
vel þennan hita, og eftir fáeinar mínútur brýzt svitinn út
og rennur af manni í stríðum straumum. Þarna gátu 4-5
menn setið í einu, og var deginum skipt milli karla og
kvenna. Þessi „þurru“ böð eru talin miklu betri og heil-
næmari en gufuböð, og mun verða sagt nánar frá þeim
síðar hér í ritinu.
Síðasta dag námskeiðsins fór fram skriflegt próf, og
áttum við að svara 10 spurningum. Þegar Waerland hefir