Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 25
HEILSUVERND
17
mig þar, þótt kunningjar mínir fari alla leið suður til
Flórída, til þess að hressa sig.
Mér þótti gaman að horfa á Ara Guðmundsson synda og
verða á undan Englendingnum og Pakistan í sínum riðli.
En Ara og alla hina íþróttamennina okkar vantaði þrekið,
orkuna, úthaldið, þegar á átti að herða. Ari var ágætur
fyrstu 50 stikurnar, en svo varð hann slappari en hinir, sem
hann keppti við; þeir áttu þrekið til þess að herða á sér,
en það gat Ari ekki.
G. E.: Hver er orsökin?
S.P.: Hún er sú að mínu áliti, að hann og alla hina íþrótta-
menn okkar og konur vantar betri og þróttmeiri næringu,
ekki bara þessa dagana, sem þeir kepptu í London, heldur
alla hina dagana og vikurnar, sem þeir eru að þjálfa sig og
undirbúa undir hina miklu — hina mestu allra íþrótta-
þrekrauna — ólympíuleikana.
En úr því að menn og konur frá öðrum þjóðum geta
afrekað þeim þrekraunum, sem þarf til þess að vinna á
Olympíuvöllum, þá getum við það líka. Við höfum fuilkom-
inn líkamsvöxt, æfingahús og velli — en okkur vantar bara
þrekið, og leiknina. —
G. E:. Þeir kvarta yfir slæmu mataræði?
S. P.: Eg álít það vera smán fyrir ólympíunefndina,
að hafa undirbúið förina svo slælega, að íþróttamennirnir
okkar skyldu verða hungraðir í London. Ekki vantaði þá
peningana til þess að kaupa matinn fyrir, og ekki vantaði
þá flugsamgöngurnar, það voru stundum 2 fjögra hreyfla
skýjakljúfar á dag. En ólýmpíunefndina hefir líklega vant-
að annan ,,ambassadör“ en þann, sem hún hafði, til þess
að hafa matinn handa íþróttafólkinu í lagi. Ekkert var
hægara eða auðveldara,
G. E.: Hvernig líkaði þér mataræðið?
S. P.: Áður en eg fór, þá vissi eg hvaða mat Eng-
lendingar nota og hvaða mat þeir hafa á boðstólum, og þó
hefi eg ekki komið til Englands s.l. 10 ár.
Eg hafði með mér til öryggis þorskalýsi, sem eg drakk