Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 31

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 31
HEILSUVERND 23 dómunum er að bæta úr þessum ágöllum. En þá verður að byrja á byrjuninni, en það er jarðvegurinn, moldin. LJr heilbrigðum jarðvegi vaxa heilbrigðar jurtir, sem eru full- gild og fullkomin fæða bæði dýrum og mönnum. Og dýraaf- urðir, svo sem mjólkin, eru því aðeins fullkomnar til mann- eldis, að dýrin séu sjálf fullkomlega heilbrigð, fóðruð á jurtum úr heilbrigðum jarðvegi. En jarðvegurinn heimtar sitt: Til hans á að renna allur úrgangur frá jurtum og dýr- um, úrgangur, sem nú er víðast brenndur, grafinn eða leiddur til sjávar. Hina eðlilegu hringrás lífsins (sbr. grein í síðasta hefti) má ekki rjúfa, ef ekki á verra af að hljótast. Af vanþekkingu hafa mennirnir rofið hlekk í þessari keðju, og afleiðingarnar, refsinguna, þekkjum við alltof vel: sjúk- dómabölið. Við verðum að hnýta saman keðjuna á ný. Það er eng- um erfiðleikum bundið. Það kostar engin aukaútgjöld. Það hefir enga tímaeyðslu í för með sér. En það kostar lífsvenjubreytingar, sem verða að koma smátt og smátt. Það má enginn hugsa sem svo: Það er of seint fyrir mig að fara að taka upp nýjar ræktunaraðferðir og nýjar venjur í mataræði og öðrum lifnaðarháttum, þetta tekur svo lang- an tíma. Ef allir hugsuðu á þessa leið, þá yrði lítið úr flest- um framkvæmdum og framförum. Þá yrði t. d. aldrei gróð- ursett tré. Við verðum að hugsa fram í tímann, og ekki aðeins um okkur sjálfa, heldur um börn okkar og barna- börn og allar komandi kynslóðir. Ef við lítum þannig á mál- in, þá sjáum við, að það er aldrei of seint að byrja. Og því fyrr, því betra. JÓNAS KRISTJÁNSSON fór norður I land um miðjan september og flutti fyrirlestra i deild- unum á Akureyri (13/9) og í Ólafsfirði (14/9) og á Sauðárkróki (17/9). — Jónas varð 78 ára hinn 20. sept. Björn L. Jónsson flutti erindi í deildinni á ísafirði 6. og 7. október. Síðari fundurinn var útbreiðslufundur.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.