Heilsuvernd - 01.12.1955, Síða 17
HEILSUVERND
101
Mér hefur reynslan kennt, að rétt manneldi ræður mestu
um heilsufar manna, og hvort þeir sleppa vel eða miður,
þegar bráðir sjúkdómar eru á ferðinni. Á hinn bóginn hefur
hún einnig kennt mér, að lyf séu viðsjárverð, og lökust ýms
bakteríueyðandi lyf, ekki sízt cortison og auromysin t. d.,
vegna þess að þau lama lífsþróttinn, veikja mótstöðuafl
líkamans. Má bezt sjá þetta af því, að sjúklingar, sem fá
þessi lyf, eru lengi að ná sér á eftir, og börn munu í sum-
um tilfellum aldrei ná sér til fuHnustu eftir slíka meðferð.
Ég legg sem sagt megináherzlu á að auka lífsaflið með
réttri, lifandi fæðu, en um fram allt með sem beztri og
öruggastri hreinsun líkamans. Blóðið verður um fram allt
að hreinsa.
Það er sannfæring mín, að meginhluti allra þeirra sjúk-
dóma, sem sækja á vestrænar þjóðir, stafi af orsökum,
sem unnt er að koma í veg fyrir. Það er engin tilviljun að
alls konar næmi og ofnæmi sækir á menn. Þetta stafar
fyrst og fremst af röngu fæðuvali, ónáttúrlegri fæðu, sem
gerð hefur verið að verksmiðjuiðnaði. En hættulegast er
ofátið og lyfjaátið. Allir þeir kvillar, sem á oss herja, eru
bein og óbein afleiðing ónáttúrlegrar og dauðrar fæðu. Eina
leiðin út úr öngþveiti sjúkdómanna er rétt valin fæða, nátt-
úrleg og lifandi. Og ég býst ekki við, að mænusóttin sækti
heldur á menn, ef þessum reglum væri fylgt.
Lungnakrabbi og reykingar.
Lungnakrabbinn heimtar nú 24000 fórnarlömb á ári hverju í
Bandaríkjum Norður-Ameríku einum saman og tekur þannig sæii
á bekk með farsóttum sem dánarorsök, að því er próf. Elmer
Hess, hinn nýi forseti ameríska læknafélagsins skýrir frá (Time,
13. júní). „Tölurnar einar tala ljósu máli. Af 100.000 mönnum,
sem ekki reyktu, dóu aðeins 33 úr lungnakrabba á 32 mánuðum.
af reykingamönnum hins vegar 246, eða sjö sinnum fleiri, og í
réttu hiutfalli við það, hve vindlinganeyzla beirra var mikil. Sörnn
niðurstöðui' fcngust varðandi krabba í barkakýli.“
(Wendepunkt),