Heilsuvernd - 01.12.1955, Page 24

Heilsuvernd - 01.12.1955, Page 24
HEILSUVERND 108 er ekki fyrr éh á síðari árum, að mér varð Ijós hin rétta orsök þessarar ígerðarsóttar, en hennar varð sem áður segir vart á flestum heimilum í mið-Húnavatnssýslu, en ekki utan þess svæðis, og þótti þetta næsta einkennilegt. En haustið áður hafði skip frá Blönduósi lagt þaðan úr höfn hlaðið saltkjöti. Það fékk á sig geysilega stórhríð á fyrsta degi, hrakti inn á Þingeyrarsand og strandaði þar. Vegna þess að skipið rak upp í sand varð mannbjörg. Skipið liðaðist í sundur og eitthvað af kjöttunnunum sprakk. Allt, sem nokkurs var nýtt, var selt á uppboði. Höfðu bændur samtök um kaup og fengu kjötið á afar lágu verði, sumir tvær tunnur, og töldu sér happ í. En það reyndist ekki svo. Þegar tunnurnar voru opnaðar, var saltheila ofan á hverri tunnu, auk þess sem kjötið sjálft var mikið saltað. Varð það ráð flestra, að geyma kjötið til næsta sumars og borða það helzt um sláttinn. Ég heyrði ekki annars getið en að kjötið hefði verið étið, þótt slæmt þætti. En strax um réttir kom upp hin geysilega bólguveiki, sem lýsti sér þannig eins og áður segir, að ef einhver hafði sár á fæti eða hendi, varð úr því þrálát ígerð, svo að marg- ir urðu fatlaðir af þessum sökum en aðrir biðu bana. Og það kynlega við þessa bólguveiki var þetta, að hún gekk aðeins á því svæði, þar sem menn höfðu neytt salt- kjötsins úr hinu strandaða skipi. Það hefði líka orðið mik- ið mannfall, ef hún hefði náð sér víðar niðri. Þetta er nú mjög í gleymsku fallið, svo mikið sem um það var rætt á sínum tíma og svo mörgum getum sem leitt var að orsök þessarar veiki. En mér standa þessi atvik skýrt í minni og gleymi því aldrei, er ég heyrði Júlíus lækni Halldórsson á Klömbrum segja, að barnsfararsóttin, sem dró móður mína til dauða, hefði stafað af eitrun frá þess- ari bólguveiki. Orsakasamhengið á milli hennar og salt- kjötsneyzlúnnar á því svæði, sem veikin gekk, varð mér loks ljóst fyrir nokkrum árum. Saltið er eitt hið viðsjárverðasta eitur, sem til er. Neyzla

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.