Heilsuvernd - 01.12.1955, Side 25

Heilsuvernd - 01.12.1955, Side 25
HEILSUVERND 109 þess dregur úr lífsorkunni og veldur því, að algengir sýkl- ar verða henni yfirsterkari. Þannig hefur berklaveiki orð- ið ólæknanleg, ef menn neyta saltaðrar fæðu, ekki sízt saltkjöts. Gerson læknir hefur sannað þetta. Honum hafa reynzt berklar ólæknandi á meðan saltaðrar fæðu er neytt. Hann hefur einnig nýlega kveðið upp sinn dóm um krabba- meinið, og telur það umfram allt manneldissjúkdóm, og varar sérstaklega við því, að saltneyzla geti átt allmikinn þátt í myndum þess og vexti. Og að svipaðri niðurstöðu hefur frú Nolfi læknir komizt, en henni hefur í ýmsum tilfellum tekizt að halda myndun krabbameins í skefjum eða lækna það að fullu. Fátt er þó svo með öifu iilt, að ekki boði nokkuð gott. Saltkjöt getur í bili komið í veg fyrir hitaslag, ef menn hafa svitnað geysilega, en ekki gætt þess að drekka nægi- lega mikið vatn. En samt eru þetta eiturverkanir, sem bezt er að vera laus við, og drekka heldur meira af vatninu. FRÁ N. L. F. ÍSAFJARÐAR. Haldnir hafa verið 3 fundir á árinu. Á tveimur þeirra var lesið upp úr ritum N.L.F.Í., en sá þriðji var fundur með te- drykkju og átti að vera aðalfundur, en var frestað sem slíkum, og þar flutti Jónas Kristjánsson læknir mjög gott erindi fyrir okkur. í febrúar héldum við bazar til fjáröfiunar fyrir kornmyllu félagsins, sem er rekin með halla. Inn komu 3.500,00 kr. Félagsmönnum var útvegaður ýmislegur heilsuvarningur, svo sem Sana Sol, laukpillur o. fl. þ. h., einnig ávextir nýir og þurrk- aðir. Vöruvelta félagsins í ár er 43.240.33, og hefur Guðmundína Helgadóttir, formaður deldarinnar, annast þessa sölu. Félagatala er 135 félagar.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.