Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 26

Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 26
HEILSUVERND Dr. ARNOLD LORAND: Reykingar kvenna Enda þótt grein þessi sé rituð fyrir nokkrum árum og margt hafi siðan komið í ijós, sem óréttar enn frekar orð hennar um skaðvæn áhrif tóbaksins á líkama manns- ins, eru þau þó í tíma töluð ei að síður. Sumarið 1925 leitaði kona nokkur frá Ameríku hér lækninga hjá mér. Hún var 32 ára og hafði haft innvortis þrautir nokkur ár. Lýsti hún þrautum sínum á þann hátt, að þær væru því líkastar sem mús væri að naga gat á mag- ann á sér. Hún sagðist reykja sem næst því 30 vindlinga á dag. Mér kom fyrst til hugar magasár og mytidi það valda þrautum hennar. En það var hvort tveggja að blóð hafði aldrei fundist í saur hennar og að Röntgengeislar sýndu ekkert sár. Komu mér þá til hugar gallsteinar með bólgu í gallblöðrunni. En rannsókn gerði það ekki senni- legt að svo væri. Því við djúpa innöndun voru engin eymsli á þessum stað. Mér varð því að beina athygli minni að andliti konunnar og leiddi það til þess að spyrja hana um hve marga vindlinga hún reykti á dag. Svarið var eins og ég bjóst við: Svona milli 20—30. Andlit hennar minnti mig á það, sem ég hafði oft áður veitt eftirtekt á konum, sem reykja mikið. Það var skollitað á hörund með gráhvít- um blæ. Hin dökku augu þessarar konu voru dauf, en að öðru leyti var hún fremur lagleg. Kinnarnar voru innfalln- ar. Vöðvarnir í andliti hennar og yfir höfuð í öllum lík- ama hennar voru slyttulegir. Sjúklingurinn leit út fyrir að vera 10 árum eldri en árin sögðu til. Mörg hundruð kvenna hafa leitað lækninga til mín og allar litu þær út fyrir að vera miklu eldri, en þær voru í raun og veru, ef þær reyktu meira en örfáa vindlinga á dag. Allar báru þær þess vott að hörundslitur þeirra hafði

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.