Heilsuvernd - 01.12.1955, Side 27
HEILSUVERND
111
misst sinn fegursta blæ. Þar að auki höfðu kinnarnar misst
festu sína og voru orðnar hangandi, og af þessum orsök-
um hafði andlitið misst hin eðlilegu svipbrigði sín. Ungt
kvenfólk ættu öllum fremur að gera sér það ljóst, hvílík-
an feikna skatt óhóflegar reykingar leggja á þær, bæði
likamlega og andlega. Blóðeitrun sú er tóbaksnautn veld-
ur er skaðleg fyrir þá kirtla sem hafa það starf á hendi
að halda ellinni í skefjum, sem sé: skjaldkirtilinn, kyn-
kirtlana og nýrnahetturnar. Til þess að oss sé unnt að
halda líffærum vorum sem lengst í æsku-ástandi, er það
nauðsynlegt, að venja sig ekki á neina þá siði, sem trufla
starfsemi innkirtlanna. En ég hlýt að staðhæfa það, að
meðal allra þeirra hátta, sem hafa slíka truflun í för með
sér, eru tóbaksreykingar lang verstar, þegar þær eru um
hönd hafðar í óhófi. Þetta á sérstaklega við um kvenfólk.
Meðal kvenna fer sá siður vaxandi nú á dögum, að herma
eftir háttu karlmanna. Konur hirða ekki um þá staðreynd,
að þær eru ekki byggðar eins og karlmenn. Af því leiðir
það að líffæri þeirra megna ekki að vernda þær gegn
skaðlegum áhrifum tóbaks. Vér veitum eftirtekt þeim
breytingum sem verða á húðinni. Hún missir sinn eðlilega
lit. Fegurri litblær hennar glatast. Vöðvarnir missa festu
sína og samdráttar-hæfileika. Hárnæringin helst ekki
lengur í eðlilegum skorðum, og hætta eykst á byrjun til
tannskemmda. Þá er enn fremur einn regin munur á inn-
kirtlum karla og kvenna. Skjaldkirtillinn starfar og veitir
viðnám á allt annan hátt, hjá körlum en konum. Allar
breytingar i kynkirtlum kvenna hafa áhrif á skjaldkirtil-
inn. Þannig stækkar hann áberandi í hvert skipti, sem
konur hafa tíðir. Enn fremur stækkar hann meðan konur
ganga með fóstur, meðan á barnsburði stendur og meðan
konur hafa börn á brjósti, og að lokum ekki síst, þegar
konur nálgast 50 ára aldur, þá ber oft á því sjúkdóms-
einkenni sem kallað er Graveskvilli og lýsir sér í því, að
konur verða bereygðar, augun ganga út svo þær geta ekki
lokað þeim til fulls.