Heilsuvernd - 01.12.1955, Blaðsíða 29
HEILSUVERND
113
tóbaksreykingar hljóta að vera því skaðlegri. Ég hef oft
veitt eftirtekt aukinni viðkvæmni á gallblöðrustaðnum á
konum, sem reyktu mikið. Þessi viðkvæmni stafaði af
þrota, en ætíð var erfitt að draga úr honum á konum sem
reyktu mikið af vindlingum. Þessi þroti er ætíð samfara
langvinnum tregum hægðum, eða kyrrstöðu í þörmum.
En orsökin mun vera truflun á starfsemi innkirtla, sérstak-
lega skjaldkirtilsins og kynkirtlana. Á þennan hátt má
finna skýringu á því að konum er miklu hættara við gall-
steinaveiki en körlum. 1 þeim ættum, þar sem mikið ber á
gallsteini ættu konur að forðast reykingar. Konur sem
reykja mikið, þær hafa einnig miklu minni mótstöðu gegn
ýmis konar næmum sjúkdómum. Bendir það áþreifan-
lega á hin skaðlegu áhrif reykinga.
Til Karlsbad koma konur víðsvegar að til að leita sér
lækninga. Gæti ég eftir að hafa stundað lækningar þar
í 25 ár fullyrt að nú reykja þar miklu fleiri konur upp
á síðkastið, heldur en átti sér stað fyrir stríðið. Enn frem-
ur er það víst að heilsa þeirra og fegurð hefur látið á sjá,
af þessum orsökum. Ein afleiðingin er elli fyrir aldur
fram. Fyrst að það hefur nú reynst svo, að reykingar
hafa skaðleg á’hrif á vaxnar konur, þá hljóta þær að hafa
ennþá miklu skaðlegri áhrif á unglings stúlkur. Það vek-
ur sérlega eftirtekt nú á dögum, hversu ungar stúlkur
eru lystarlausar, og þess vegna horaðar og blóðlausar. 1
stuttu máli: ungt kvenfólk er sljóft fyrir því, hversu háan
og mikinn skatt þær greiða á kostnað heilsu sinnar fyrir
þá efasömu ánægju að reykja. Er mikil ástæða til þess
að kosta kapps um að fá drengi til þess að láta vera að
reykja, að minnsta kosti meðan þeir eru undir skólaaga,
en þó er miklu meiri þörf á því, að fá ungar stúlkur til
þess að forðast reykingar og það fyrir margra hluta sakir.
Foreldrar ættu af fremsta megni að beita áhrifum sín-
um á börnin til þess að sporna við því að þau taki
upp ósiðinn að reykja, hvort heldur er um stúlkur eða
pilta að ræða. Að minnsta kosti ætti engum að vera leyft