Heilsuvernd - 01.12.1955, Síða 30

Heilsuvernd - 01.12.1955, Síða 30
HEILSUVERND Jónas Kristjánsson: Ný lífsstefna - Heilbrígt mannlíí Framh. Merkilegt má það heita, að allt til þessa dags eru þeir læknar og sérfræðingar, sem lærðastir eru taldir, fjær því að ráða fram úr vandamálum lífs og heilbrigði en ólærðir menn með praktisk hyggindi. En svo er þessu þó farið. Og svo mikið er víst, að fjölmenn læknaþing fara ekki nær því sanna um úrlausn mála en þeir sem starfa í kyrrþey, eins og þeir Dr. Bircher Benner og Sir Robert Mc Carrison. Þessir tveir menn hafa um langa ævi starfað sinn á hvoru verksviði, en þó komizt að sömu niðurstöðu. Dr. Bircher Benner starfaði um langa ævi við sjúkra- beði og komst að þeirri niðurstöðu, að rétt valin, lifandi fæða ráði mestu um heilbrigði manna. Sir Robert Mc Carri- son 'hitti hins vegar fyrir sérstaklega heilbrigðan mann- flokk austur í dölum Himalajafjalla, svo að það var því líkast að sjúkdómar gætu alls ekki hrinið á honum. Þessi mannflokkur, sem kallar sig Húnsa, lifir við fremur kröpp kjör, að mestu á lifandi jurtafæðu, sem er lítið breytt frá því sem hún kemur af ökrunum; þeir grófmala t. d. kornið og gera úr því brauð, sem er lítið bakað. Sir Robert ól rottur á þessu sama fæði til hárrar elli á rottuvísu og slátraði þeim þá og rannsakaði dýrin eftir því sem beztur kostur var á. Útkoman varð sú, að öll reyndust dýrin vel hraust og var enginn vottur sjúkdóma finnanlegur. Hins vegar fóðraði Sir Robert aðrar rottur á mat, sem líktist að reykja fyrr en fenginn er fullur þroski, og jafnvel þá aðeins í hófi, en hófið er vandratað, ekki sízt þegar um eiturnautnir er að ræða. J. Kr. þýddi.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.