Heilsuvernd - 01.12.1955, Side 33

Heilsuvernd - 01.12.1955, Side 33
HEILSUVERND 117 ef skilninginn vantar ekki á mikilvægi þess starfs né opin augu fyrir því, hvert stefnir fyrir oss eins og nú er fram haldið. Hornsteinn hins nýja heilsuhælis vors í Hveragerði er þessi uppbyggingarstefna. — Það er heilsuræktarhæli. Það er enn sem komið er af vanefnum gert og þarf sem fyrst að komast í það horf, sem því er ætlað. Og það mun takast því fyrr, sem fleiri gera sér ljóst, hve líf og velferð þjóðar vorrar er því háð, að vér hverfum af braut hrörnunarsjúk- dómanna til heilbrigðrar lífsstefnu. Alexis Carrel: VARNAÐARORÐ. Mannslíkaminn hefur næstum að segja undraverðan hæfileika til þess að hjóða erfiðustu aðstæðum byrginn. En þegar meira reynir á aðlögunarhæfileika hans en góðu hófi gegnir, koma alls konar truflanir i 1 jós: siðferðileg spilling, taugaveiklun, sálsýki, glæpahneigðir, ófrjósemi og hvers kyns sjúkdómar. Náttúran eyðir þeim, sem vanrækja sjálfa sig. Sjálfsmorðið kemur oft fram í fínni og þægilegri mynd, til dæmis sem ofát, lífsþægindi, efnahagslegt öryggi og ábyrgðarleysi. Enginn skildi hættuna af þeim lifsþægindum, sem vér höfum notið svo óhóflega. enginn sá þær villigötur í manneldismálum, sem ungir og aldn- ir hafa ratað inn á. Hvernig á einstaklingurinn að forðast hin skaðvænu áhrif nú- tíma umhverfis? Með því að setja sér svipaðar reglur og vitr- ingar fyrri alda, bindast félagsskap við þá, sem eru sama sinnis, og aga sjálfan sig, neita sér til dæmis um að hlusta á lygarnar i útvarpinu, lesa aðeins mikilsverðar tilkynningar i dagblöðun- um, hafa að engu greinar og bækur annara höfunda en þeirra, sem hreinskilnir eru, siðvandir og greinargóðir, kynna sér áróð- urstækni nútímans, til þess að geta séð við henni, neyta í stuttu máli frelsis síns til ályktana og atliafna. Fjölskyldan verður aftur að festa rætur í mold eins og for- feður vorir. Hver rnaður að eignast sitt hús, þótt lítið sé, og verða sér úti um garðliolu. (íhuganir um lífshætti).

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.