Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 37

Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 37
HEILSUVERND Jónas Kristjánsson: Svör við spurningum frá K.S. 1. spurning: Er kartöflu og grænmetissoð, sem staðið hefur yfir nótt, jafn auðugt að bætiefnum og nýtt soð? Svar: Um bætiefni í öllu mikið soðnu er efasamt. Og alltaf er hætt við efnabreytingum í því, sem stendur yfir nótt eða lengur, og eru þær þá frekar til skemmdar. Hið dýr- mætasta við allt seyði eru hins vegar næringarsöltin. En einnig á þeim geta orðið breytingar til hins lakara við geymslu. Þó síður, ef geymt er á köldum stað. 2. spurning: Er hið fljótandi, glæra hunang, sem selt er í matvöruverzlunum ékta hunang? Á það ekki að vera matt og hægt að skafa það upp úr krukkunni eins og það hunang, sem selt er í lyfjabúðum? Svar: Náttúrlegt hunang er tíðast fljótandi og glært. Það hunang, sem selt er í verzlunarbúðum er einatt bland- að sýkri. Að vísu á að vera eftirlit með þessu, en verð- munur á sykri og hunangi er mikill, svo að gróðafreistingin verður oft yfirsterkari, enda þótt til séu vandaðir hun- angsframleiðendur. I lyfjabúðum mun hunangið vera því sem næst óblandað. 3. spurning: Mun það nokkuð hafa verið efnagreint, hve lengi þurrkuð fjallagrös halda gildi sínu — 1 ár, 5 ár eða lengur? Svar: Ég hygg að þetta hafi ekki verið sannprófað. En ég heyrði í æsku, að geyma þyrfti grösin á rakalausum stað, og að þau spilltust við lengri geymslu en í eitt ár.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.