Heilsuvernd - 01.12.1955, Page 44

Heilsuvernd - 01.12.1955, Page 44
128 HEILSUVERND Hopewood-börnin Dr. Ralph Bircher ritar eftirfarandi frásögn i tímarit sitt Wendepunkt, nóv. 1955. 1 októberhefti þessa tímarits sagði H. Bernard frá 86 börnum, sem eru alin við Bircher-Bennerfæði á sveita- heimili (Hopewood) í Nýjasuðurwales og hafa hundrað sinnum minni tannskemmdir en börnin í Sydney. Nú hafa Æskulýðsvelferðarsambandið og Tannlækna- félagið í sameiningu komið á samkeppni meðal barna í Nýjasuðurwales, þar sem verðlaun eru veitt fyrir beztu tennurnar. Tvö af Hopewodd-börnunum hafa fengið fyrstu og önnur verðlaunin, að því er Sidney Morning Herald (18. 4. ’55) skýrir frá. „The Surí‘ (Sydney) segir svo frá þessu: 86 börn, sem mannvinurinn L. O. Bailey, hefur tek- ið til fósturs á sveitahemili hjá Bowral, reynast hafa heilbrigðari tennur og vera eftir því að öllu leyti hraustari en nokkur annar samsvarandi hópur barna í heimi. Síðan þetta heimili var stofnað fyrir 14 árum hefur ekki þurft að draga úr börnunum eina einustu tönn og aðeins gera örfáar tannfyllingar. Þessi árangur hefur náðst með fæði, sem fullorðnir og börn á þessu heimili neyta jafnt. Að hálfu leyti er þetta fæði fólgið í fæðutegundum í náttúrlegu og óbreyttu ástandi: mjólk, grænmeti, ávöxtum, hnetum og hunangi o. s. frv. Og að hinu leytinu er einföld næring eins og grautar úr heilkorni og hörfræi, brauð og kex úr heilkorni, hveitikím, ostar, sojabaunir, egg, smjör og ó- völsuð hrísgrjón, en hins vegar ekkert sætabrauð, búð- ingar né sælgæti.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.