Heilsuvernd - 01.06.1956, Qupperneq 8

Heilsuvernd - 01.06.1956, Qupperneq 8
36 HEILSUVERND um vorið úr landi. I baráttunni við sjúkdómana gerum vér oss seka um sömu háskalegu vanræksluna. Það er oss í sjálfsvald sett, hvort vér komum í veg fyrir sjúkdómana, eða stofnun til þeirra. En til þeirra er stofnað með heimsku- legum lifnaðarháttum, og þá um fram allt með ónáttúr- legri fæðu. Ég hef áður átt óskilið mál með öðrum starfsbræðrum mínum um það, að verða starsýnna á sjúkdómseinkennin en orsakirnar, en þó er langt síðan mér varð það ljóst, að starf vort lækna er vonlaust starf. Ég hef auðvitað ekki komizt upp með mína skoðun, og ég hef farið hægt af stað og þessvegna orðið iítið ágengt. Þó er það svo, að menn virðast nú vera teknir að átta sig dálítið á, að hér sé hætta á ferðum. Reynslan hefur kennt mér það, sem ég átti ekki upphaf- lega kost á að læra annars staðar, að fæða manna þarf að vera lifandi og viðeigandi til þess að glæða líf og lífsþrótt. Og á meðan læknisfræðin veit þetta ekki né viðurkennir að fullu, þá er henni í miklu áfátt. Þegar ég var drengur og sat yfir fé, man ég eftir því eitt vorið, hvaða hryggðar- mynd var að sjá dreng af næsta bæ, sem fullur var af berklakirtlum. En húsmóðir hans skipaði honum að drekka í mál fulla könnu af spenvolgri sauðamjólk, og drengnum batnaði að fullu á liðugum mánuði og allt útlit hans breytt- ist svo og fríkkaði, að hann varð eins og annað barn. Berklaveikin er manneldissjúkdómur. Hún hefur nú mjög rénað. En næmleikinn fyrir henni er enn til staðar, og hon- um verður aðeins útrýmt með réttu manneldi. — Gigtar- sjúkdómar glæðast og magnast ár frá ári. Þessa pest taka menn á bezta aldri og hún gerir þá að örkumla mönnum. Áhrifin koma í ljós á öllum líffærum, ekki sízt á hjarta, æðum, liðum, liðböndum og heilavef, og rænir menn þann- ig lífsþrótti. Undirstaða og orsök þessa kviila er rangt matar- æði, sem inniheldur of mikið af sýrugæfri fæðu eins og soðnu kjöti, soðnum fiski o. s. frv. — Tannveiki heyrði ég ekki getið um fram að fimmtán ára aldri. Nú er svo komið,

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.