Heilsuvernd - 01.06.1956, Qupperneq 9

Heilsuvernd - 01.06.1956, Qupperneq 9
HEILSUVERND 37 að hún er orðin hvers manns kvilli. Flestir fullorðnir menn eru orðnir tannlausir eða með gervitennur. — Það er sama sagan, hvert sem litið er, — því nær allir þeir sjúkdómar, sem nú gera oss erfiðast fyrir, voru fágætir fyrir 70—90 árum og eiga sér eina og sömu meginorsök — rangt mann- eldi. Krabbamein er orðinn hræðilegur sjúkdómur eins og því er leyft að breiðast út. Þessi sjúkdómur stafar auðvitað af orsökum. Hann er vissulega manneldiskviili að því leyti, að rangt manneldi undirbýr jarðveginn fyrir hann. Rangt manneldi veldur trufiun á líffærastarfinu, veikir mótstöðu- aflið og raskar eðlilegu efnajafnvægi iíkamans og sálrænu jafnvægi hið sama. Og frumur þær sem harðast verða úti af völdum þessara truflana virðast loks segja skilið við það jafnvægislögmál, sem í likamanum ríkir, og taka að mynda meinvef. Hinsvegar er þess fjöldi dæma, að ef menn skilja þetta og neyta aðeins lifandi og náttúrlegrar fæðu, þá geta meinsemdir jafnvel batnað, þótt teknar séu að myndast í líkama þeirra. Ég veit um ýmsa, sem fengið hafa slíkan bata fyrir neyzlu lifandi fæðu og áhrif sólarljóssins á bert hörundið. Vér kaupum lyf frá útlöndum fyrir 10 milljónir króna á ári. Hve mörgum batnar af þessu lyfjaáti? Ég vona að ég meiði engan, þótt ég segi sannleikann. — Sennilega engum eða örfáum. Ef hin svokölluðu antibiotisku lyf lækna ein- hvern sjúkdöm í einhverju líffæri, þá valda þau að sama skapi tjóni á öðrum líffærum. Það eru ekki fáir sem til mín koma, sem eru verr farnir af misnotkun lyfja en af sjúk- dómunum sjálfum. Sannleikurinn er sá, að lyfjaneyzla er í mörgum tilfellum sjúkdómunum verri. Það er sannarlega vonlaust verk að ætla sér að vinna bug á sjúkdómunum með öðrum eins aðferðum. En ef vér nú reyndum að brjótast það beint, þótt brekk- urnar verði þar hærri? — sagði snillingurinn Þorsteinn Erlíngsson. Það er vissulega unnt að taka flesta sjúkdóma öðrum tökum en tíðkast hefur, þannig að útkoman yrði

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.