Heilsuvernd - 01.06.1956, Síða 10

Heilsuvernd - 01.06.1956, Síða 10
38 HEILSUVERND önnur og betri en nú á sér stað. Það er unnt að rækta heil- brigði í mönnum svo að þeir verði ónæmir fyrir sjúkdómum. Það má takast með því að láta vera að brjóta það lögmál, sem lífið er háð. — Þó merkilegt sé, hefur einn hálærður frakkneskur læknir bent á þessa leið í bók, er hann hefur skrifað og kallar Læknisfræði hins heilbrigða manns. Þar stendur m. a. eitthvað á þessa leið: Ef læknisfræði hins heilbrigða manns væri látin sitja í fyrirrúmi fyrir læknis- fræði hinna sjúku og stefnt jafneinbeittlega að því að tryggja hinum heilbrigðu fullkomna heilbrigði eins og allri viðleitni hefur áður verið beint að því að berjast við sjúk- dóma, þá myndi koma í ljós, að mannkynið væri betur farið, því að iéttara er að styðja en reisa. Þrátt fyrir allar vísindalegar framfarir í læknisfræði, þá fjölgar þeim ei að síður stöðugt sem sjúkir verða, og það af æ fleiri nýjum og alvarlegum sjúkdómum. Lengra er ekki fært á sjúkdómaræktunarbraut. Framundan er um tvær leiðir að velja. Ef vér höldum áfram þá leið sem liggur til vaxandi lyfjanotkunar, þá stefnum vér beint út í ófarn- að, sem endar með dauða fyrir vestrænar þjóðir, en þær eru verst komnar, sökum neyzlu á dauðri fæðu. Hin leiðin er sem sagt ræktun fullkominnar heilbrigði. En til þess verður að segja skilið við neyzlu hinnar dauðu fæðu og nota sem allra mest af lifandi og nýjum jurtategundum og ávöxt- um til manneldis. Um fram allt ber að gjalda varhug við hinni dauðu gervifæðu, hinum ýmsu fæðutegundum, sem gerðar hafa verið að verksmiðjuiðnaði. Oss er þannig hin mesta nauðsyn á að setja menntaða sérfræðinga til þess að meta kosti þeirrar fæðu, sem vér kaupum frá útlöndum, og vér ættum alls ekki að leyfa innflutning á verksmiðju- deyddum vörum eins og hvítu hveiti, hvítum sykri og völs- uðum eða möluðum korntegundum, — vér eigum að mala þær sjálfir og neyta þeirra áður en geymsla hefur sýkt þær eða svipt þær lífi. I þessu efni er hér mikilla umbóta þörf. Það er hörmu- Framháld á bls. 56.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.