Heilsuvernd - 01.06.1956, Síða 11

Heilsuvernd - 01.06.1956, Síða 11
HEILSUVERND Dr. Edward Danrich: Maðnrinn allur Ræða flutt við brautskráningu nemenda í náttúrulækn- ingum við Sierra States University, 26. júní 1955. Mér finnst ekki nema eðlilegt að ég ávarpi nú þessa brautskráðu nemendur við Sierra States University. Við George Floden, rektor þessa háskóla, höfum átt bréfaskipti, og mér finnst ekki síður mikið til hans koma en yður. Sjálf- ur tók ég að hafa áhuga fyrir náttúrulækningum og kunna að meta mikilvægi þeirra, fyrir nokkrum árum, þegar ég var við nám í sáldýpisfræði (depthsychology) hjá dr. Deq- uer. Hann hóf starfsferil sinn sem læknir, átti í löngum veik- indum, og beið að lokum dauða síns í deild ólífissjúklinga í stóru sjúkrahúsi. Vinur hans, náttúrulæknir, fann hann á þessum stað, og honum var bjargað með því að vekja lífsvilja Jians. Jafnframt fékk líkaminn sínar læknisað- gerðir, og um reynslu sína ritaði hann svo bók með nafn- inu „Ég neitaði að deyja!“ — og þau orð skulu verða uppi- staðan í þessu ávarpi mínu. Það er meira — miklu meira — á bak við þennan leik lífs og dauða, en það sem kennslubækur vorar kunna að skýra frá. Það er ekki til nein einföld formúla eins og: sjúklingur plús hið rétta læknislyf er sama sem heilbrigður maður. Maðurinn allur er margbrotinn víxlhrifaleikur efnabreytinga líkamans, tilfinninga, hugsana, vona, hug- sjóna og vilja. Ef þar er einhvers staðar eitthvað að, kenn- ir persónan öll vanlíðanar. Ef einhver þessara eðlisþátta er styrktur, þá kennir hún hins vegar vellíðanar. Þessu er svipað farið og sagt er um köttinn: Klíptu hann í rófuna, og kjafturinn mjálmar. Ef tilfinningar manns eru

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.