Heilsuvernd - 01.06.1956, Page 19

Heilsuvernd - 01.06.1956, Page 19
HEILSUVERND Daglega fer mér frarn í öllu (Um sefjunarlækningar Emile Coué, þýtt og endursagt úr bók C. Harry Brooks). Englendingurinn Harry Brooks hefur ritað bók þá um sefjunarlækningar frakkneska læknisins Emile Coué, sem er heimild þessarar greinar (The Practise of Autosugges- tion). Hann er staddur í Nancy snemma sumars 1921 og lýsir í fyrsta kafia bókarinnar heimsóknartíma hjá Coué, þar sem fjöldi sjúklinga skýrir frá fengnum bata, þar á meðal kona með sára hellu í brjósti, sem greind hafði verið sem krabbamein af lækni hennar (ranglega að áliti Coué) en hvarf á þremur vikum; önnur kona hafði læknazt af blóðleysi; maður nokkur af sári vegna stíflaðra æða; og sjúklingur, sem hafði stamað allt sitt líf, hafði læknazt af því á svipstundu. Coué skýrði síðan fyrir sjúklingunum þau lögmál sem sef junarlækningar lúta, og þá einkum þetta, að: (1) sérhver ímynd, sem áltekur huga manns, breytist raunverulega i andlegt eða líkamlegt ástand, og að vilja- átak, sem beitt er til að sigrast á slíkri imyndun, verður aðeins til þess að styrkja hana. Þessu færði hann sönnur að með eftirfarandi tilraun: Hann lét unga stúlku teygja fram hendurnar, spenna greipar og kreista saman fastar og fastar, unz þær tóku að titra. „Horfðu á hendurnar á

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.