Heilsuvernd - 01.06.1956, Síða 20

Heilsuvernd - 01.06.1956, Síða 20
48 HEILSUVERND þér,“ sagði Coué, „og hugsaðu þér að þú myndir vilja losa þær, en þér sé það ekki unnt. Reyndu svo að toga þær í sundur. Togaðu fast. Þú kemst að raun um, að því fastar sem þú togar, því fastar læsast þær saman.“ — Það fór sem hann sagði, að hendur hennar virtust vera iæstar saman af afli, sem hún réði ekki við. — „Hugsaðu nú,“ sagði Coué, „ég get losað þær.“ Og jafnskjótt losnaði hægt á takinu. Coué lét nokkra aðra sjúklinga gera þessa tilraun með misjöfnum árangri. Járnsmiður, sem ekki hafði getað lyft handleggnum lengra en í axlarhæð í tíu ár, opnaði hend- urnar auðveldlega. „Sjáðu til,“ sagði Coué brosandi, „það fer ekki eftir því 'hvað ég segi, heldur hvað þú hugsar. Hvað varstu að hugsa?“ — Hann hikaði. „Mér datt i hug, að sjálfsagt myndi ég nú geta opnað þær.“ — „Einmitt. Og þess vegna gaztu það. Reyndu nú aftur.“ — Coué sagði honum nú að endurtaka orðin: „Ég get ekki ... get ekki ...“ — Við það herti á takinu og hann gat ekki losað hendurnar í sundur, hvernig sem hann reyndi. „Jæja,“ sagði Coué. „Sjáðu nú til. Þú hefur ímyndað þér það í tíu ár að þú gætir ekki lyft handleggnum lengra en í axlar- hæð, og auðvitað hefurðu ekki getað það, þvi að manni verður að hugsun sinni. Hugsaðu nú hins vegar: ég get lyft honum.“ — Sjúklingurinn leit efablandinn á hann. „Fljótt,“ sagði Coué ákveðið. Hugsaðu: ég get, ég get!“ — „Ég get,“ sagði maðurinn. Hann gerði hálfshugar til- raun og kvartaði um sársauka í öxlinni. — „Gott,“ sagði Coué. „Láttu handlegginn ekki síga. Lokaðu augunum og hafðu upp eftir mér eins hratt og þú getur: Það fer, það fer.“ — Þeir endurtóku þetta báðir í hálfa mínútu svo hratt, að það var líkast snúningshljóði í vél. Coué strauk öxl mannsins hratt á meðan. Að þeim tíma liðnum viður- kenndi sjúklingurinn, að hann væri laus við sársaukann. „Hugsaðu þér nú að þú getir lyft handleggnum,“ sagði Coué. Sjúklingnum hafði aukizt trú við það að sársaukinn hvarf. Vantrúar- og vandræðasvipurinn á andliti hans vék

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.