Heilsuvernd - 01.06.1956, Síða 25

Heilsuvernd - 01.06.1956, Síða 25
HEILSUVERND 53 gagnsefjun í þess stað. — Það kunna að koma fyrir þær stundir, að menn missi algjörlega vald á ímyndun sinni vegna skapþresta eða alvarlegra veikinda; en þá ættu menn aldrei að reyna að sigrast á þráhyggju sinni með valdi, því að með því móti sökkva þeir aðeins enn dýpra niður í fenið. Það verður að leita annarra ráða, til að hrekja slíkar áráttuhugsanir á braut. III. Hver sem hugsar um hamingju að staðaldri verður ham- ingjusamur; hver sem hugsar um heilbrigði, verður heil- brigður; hver sem hugsar um manngæzku verður góður — og sama hvort hugsunin er honum ósjálfráð eða hann iðk- ar hana af ásetningi. Venjulega hættir mönnum til að reiða sig um of á starf- semi meðvitundarinnar. Ef menn þjást af höfuðverk, reyna þeir að komast fyrir það með aðstoð læknis, hvort hann stafi frá augunum, meltingunni eða taugunum, og kaupa sér því næst þau meðöl, sem helzt eiga að hrífa. Vilji menn lappa upp á slæmt minni, þá iðka menn einhverja þá æfingu, sem við á. Og ef maður er fórnarlamb skaðlegs vana, þá á hann að berjast við hann með viljakrafti sínum, og árangurinn verður allt of oft sá, að hann verður ör- magna, grefur undan sjálfsvirðingu sinni og sekkur í fenið enn dýpra. I samanburði við þetta er sjálfsefjunaraðferðin sannarlega einföld. Maður þarf aðeins að hugsa sér árang- urinn — verkjalaust höfuð, gott minni, breytni þar sem óvani manns er útilokaður — og þetta verður smám sam- an að veruleika, án þess maður hafi hugmynd um það, hvernig undirvitundin kemur því í kring. En jafnvel þótt svo sé, þá myndi sá tími sem færi til slíkra sefjana, taka talsverðan hluta af vökustundum manns, ef gera þyrfti hverju einstöku tilfelli sérstök skil. En þetta er óþarfi; reynsla Nancy-læknanna hefur leitt í ljós að það má gera þessa aðferð enn einfaldari með því að beita altækri sefjunarformúlu, sem setur huganum fyr-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.