Heilsuvernd - 01.06.1956, Qupperneq 27

Heilsuvernd - 01.06.1956, Qupperneq 27
heilsuvernd 55 að bera fram aðeins hærra eða lægra, sama hvort er, til þess að gefa þeim áherzlu vegna þess, hve mikiisverð þau eru — en ekki á þó að reyna það fyrr en manni er orðið eiginlegt að fara með formúluna, því að minnstu áreynslu ber að forðast. Þú át't ekki að reyna að hugsa um það sem þú ert að segja. Þvert á móti áttu að láta hugann reika eins og hann vill; ef hann er bundinn við formúluna, gott og vel; en reyndu ekki að einbeita honum, þótt hann hvarfli frá, nema þú stöðvist þá alveg í lestrinum. Aðal- atriðið er áreynsluleysið, og sé þess gætt, er rétt aðferð tryggð. Og fyrir því má flýta með einfaldri sefjun í upp- hafi: ,,Ég mun hafa formúluna þannig yfir, að hún verði eins áhrifarík og unnt er.“ Slík sefjun mun skapa þau skil- yrði sem óskað er, betur en meðvitað hugarstarf. Og þetta áttu svo að endurtaka á sama hátt um leið og þú vaknar á morgnana. Þú átt að segja fram formúluna, fulltrúa þess, að hún hafi sín áhrif — og því sterkari sem trú þín er, því gagngerðari og skjótari verður árangurinn. En bíddu ekki eftir honum með óþolinmæði. Sefjunin er eins og frækornið, sem spírar á sínum tíma, ef það fær næði til. Þú sáir því — og felur það þannig moldinni til ávöxtunar; og ávöxt ber það áður en þig varir, og því fyrr sem meðvitund þín er ásáttari með að undirvitundin hafi af því allan veg og vanda. IV. A. m. k. tveir kaflar í bók Brooks fjalla um það, hvernig sefjunum skuli beitt í sérstökum tilgangi; væri þörf á að rekja efni þeirra í riti þessu síðar. En annars telur Coué, að því meiri reynslu, sem hann hafi hlotið af lækningum sínum, því sannfærðari hafi hann orðið um það, að hvers- konar slíkar sefjanir hafi takmarkað gildi á móts við al- tæku formúlxma, sem nú hefur verið lýst. Þar er hugmynd- in um framför, bata eða betrun alls ráðandi — huganum er sett fyrir sjónir jákvætt takmark, og beint frá því sem heftir og hindrar. En við sérstakar sefjanir er hann að

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.