Heilsuvernd - 01.06.1956, Síða 30

Heilsuvernd - 01.06.1956, Síða 30
58 HEILSUVERND renni til á brettinu og gera manni fært að setjast upp í æfingun- um. Höfðalagsendann er gott að brydda að neðan með gúmmí- ræniu til þess að stöðva hann á gólfinu. Yfirleitt ættu menn að hafa fótaenda brettisins í stólsetuhæð við allar æfingar, en lækka hann í fyrstu, ef menn skyldu finna til svima. Ef til vill þola menn aðeins að æfa í fimm mínútur á dag, og lengja þá tímann smám saman. En meðalsjúklingur ætti að liggja á brettinu í hálftíma um þrjúleytið á daginn og áður en hann fer að sofa að kvöldi. Ef innyfli hans eru sigin ætti hann að hafa þrem til fjórum þumlungum hærra undir fótum en höfði til þess að 'halda þeim i réttri legu alla nóttina. Hér fara á eftir skýringartextar og myndir af leikfimisæfing- um á skábrettinu — ljósmyndirnar sýna þá gerð af því, sem C. M. Pierce hefur útbreitt um Bandariki N.-Ameríku. — Loks skal það ítrekað, að menn eiga að fara gætilega í æfingar í fyrstu og njóta einkum hvíldar á brettinu, en taka síðan upp æfingarnar smám saman. I fótlykkjunum. 1. Legið í frumstöðu og hvílst. 2. Armteygjur, beinum örmum upp og aftur með höfðinu. 3. Róleg öndun með djúpum kviðvöðvahreyfingum. 4. Hliðbeygjur í liggjandi stillingu; lófar eru lagðir upp á kviðar- holið og þrýst þar dálítið á til að auka verkun hreyfinganna og létta herðahreyfinguna. 5. Risið upp i sitjandi stillingu og fingrum tillt á tærnar. Varizt ofreynslu. Fótlykkjum sleppt. 6. Knébeygjur upp'að brjósti. I þessari stöðu er höfðinu snúið til hliðar nokkrum sinnum, síðan er þvi lyft og snúið i örfáa liringi. 7. Hringsveiflur með fótum í lóðréttri stillingu. Fætur teygðir upp og þeim síðan veifað í hringi, venjulega hvorum á móti öðrum. 8. Fótteygjur upp. Lyfta skal fótunum upp í lóðrétta stillingu og láta þá síðan síga niður aftur. Þeim mun hægara sem fót- um er lyft og þeir látnir siga, því erfiðari er æfingin. Þvi skal byrja með að gera það fremur hratt, en síðan hægar og hægar. 9. Frumstaða og hvíld. Av. Hvílizt vel á milli hreyfinga og æfinga allt eftir þörfum, og andið alltaf sem jafnast og rólegast. Takið djúpar öndunar- æfingar á milli öðru hvoru, 2—3 í hvert sinn. — Haldið aldrei niðri í yður andanum, það er til ills.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.