Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 7

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 7
HEILSUVERND 69 manneldismálin. Hann notaði hvert tækifæri sem gafst til þess að vekja menn af seinlætissvefninum tii sóknar fram til betra lífs. Um svipað leyti stofnaði hann náttúru- lækningafélagið, sem hefur starfað óslitið síðan. Sigurjón fór með Árna út til Vesturheims, þá ekki tví- tugur að aldri, og þar var hann nokkur ár, áður en hann sneri heim aftur, og kom víða við. Eitt sinn ók hann vöru- bíl. Kom þá fyrir hann atvik, sem varð honum minnis- stætt. Hann var á ferð í bílnum og fór geyst. Vegurinn var góður, en vitundin sljó svo sem stundum vill verða við stýri. Hann gætti þess ekki, að skammt framundan lá vegurinn yfir járnbrautarteina. Skyndilega sá hann hvíta veru á miðjum vegi, stutt framundan bílnum og baðaði hún út höndunum. Honum brá og hemlaði eins og hann mátti mest til þess að aka ekki á veruna. En í því að hann nam staðar, brunaði lestin framhjá örfáa faðma framan við bílinn. Hann fór út til að skyggnast um eftir ljós- klæddu verunni, en fann engan. Um tíma var Sigurjón á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og var þá vörður við laxagildru. Afli var góður og mikil verðmæti í húfi. Voru varðmennirnir vopnaðir, og höfðu fyrirskipanir um að skjóta á hvern þann er reyndi að ræna gildrurnar. Veiði- þjófar höfðu þann hátt, að þeir fóru með ströndum á bát- um og voru vopnaðir. Stundum kom fyrir, að verðir fund- ust skotnir til bana. Aldrei kom til vopnaðra átaka, sem Sigurjón átti hlut í, en fyrir kom, að hann yrði að stökkva ránsmönnum á flótta með Ijóskastara, því að þeir forð- uðust birtuna. Starf þetta var mjög vel launað og efnaðist hann vel. En ekki vildu peningarnir loða við hann, því að á heimleið varð hann fyrir ofbeldisárás og missti al- eiguna — en ekki kjarkinn. Gullið var honum aldrei svo kært, að hann týndi sjálfum sér vegna þess. Raunar fór hann eitt sinn með félaga sín- um í gullleit. Maður nokkur hafði fundið gullmola stóran í námunda við vinnustað þeirra félaga, en lézt svo úr lungnabólgu án þess að geta sagt til staðarins. Marga fýsti

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.