Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 32
HEILSUVERND Aí hverju fæðast börn vansköpuð? Fyrir réttum 9 árum var hér í ritinu (í 3. hefti 1949) sagt frá athugun, sem gerð var í fæðingarstofnun í Toronto í Kanada, til þess að rannsaka, hvaða áhrif mataræði kvenna um meðgöngutímann hefir á móðurina og bamið. Rannsóknin náði yfir 380 konur, og af þeim fengu 90 ó- keypis ríflegan skammt af ýmsum heilsuverndandi fæðuteg- undum, auk ýmissa gagnlegra Ieiðbeininga, síðari hluta meðgöngutímans; 120 konum var ekki látin nein aðstoð í té, en 170 konum, sem voru taldar vel stæðar — hinar voru efnalitlar — voru veittar leiðbeiningar um mataræði og fleira, en engin fæðuuppbót. Konurnar voru valdar af handahófi. Áhrifin voru næsta eftirtekarverð. Fósturlát, fæðingar fyrir tímann, andvana fæðingar og vanskapanir voru marg- falt tíðari hjá þeim konum, sem enga aðstoð fengu en hjá hinum, og fæðingin stóð yfir að meðaltali 5 klukkustund- um lengur. Konurnar, sem aðstoð fengu, mjólkuðu lengur, og börn þeirra voru hraustari fyrstu 6 mánuðina, en lengur var ekki fylgzt með þeim. Það er ennfremur athyglisvert, að börn þeirra nýfædd voru um 100 gr léttari en börn hinna. Vanskapanir af ýmsu tagi eru æði algengar, að því er sumir telja hjá um 7% allra lifandi fæddra barna. Sem betur fer eru margar þeirra meinlausar eða tiltölulega auðvelt að ráða bót á þeim,, svo sem snúnir fætur, auka- fingur eða tær, skarð í vör o. fl. Aðrar eru alvarlegri, svo sem vanskapanir á hjarta og taugakerfi. Stundum er vansköpun á svo háu stigi, að barnið fæðist andvana. T. d. getur heilann vantað með öllu. Ein tegund vansköpunar er samvaxnir tvíburar. Mikið hafa menn hugsað og rætt um orsakir vanskapana,

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.