Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 18

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 18
80 HEILSUVERND Tafla II. Samanburður á sykurneyzlu og tannskemmdum. Fullorðnir með heilar tennur. Um 100% Um 90% Um 50% Um 2% Um 0,1% Sykurneyzla Land. (kg á mann á ári). Tíbet, Kórea, N.-Síbería, A.-Græn- land, Labrador, N.-Alaska, Suður- hafseyjar, Tristan da Cunha, Mið- Afríka 0-2 kg. Ítalía, Balkanlöndin, SA-Asía 4-8 kg. Rússland, Ungverjaland, Indland 10-12 kg. Finnland, Frakkland, Þýzkaland 20-30 kg. Norðurlönd, England. Bandaríkin, Ástralía, Nýja Sjáland yfir 35 kg. Tafla II sýnir, að meðal ýmissa þjóða af ólíkum upp- runa og við hin ólíkustu lífsskilyrði, eru tannskemmdir svo sjaldgæfar, að varla finnst þar fullorðinn maður með skemmda tönn, nema ef til vill slit á tönnum. Gildir þetta að vísu aðeins um þá, sem lifa enn á hinu frumstæða fæði feðra sinna. Undir eins og þeir taka upp mataræði menn- ingarþjóðanna, færast tannskemmdir mjög í vöxt. Taflan sýnir ennfremur, að meðal þeirra þjóða, sem mest neyta af sykri, eru tannskemmdir orðnar svo tíðar, að af full- orðnum mönnum er aðeins 1 af þúsundi með allar tennur óskemmdar. Þekktur finnskur læknir, prófessor dr. Alvar Wilska, hefir lengi haldið því fram, að sykur- og sælgætisát eigi mesta sök á tannskemmdum. Hann hefir bent á það, að á Hawai, sem samkvæmt töflunni er mesta sykurneyzlu- land í heimi, gangi sérstaklega illkynjuð tegund af tann- veiki, kölluð odontoclosla, sem eyðileggi tennur í 9 af hverj- um 10 tveggja ára börnum. Á stríðsárunum 1914—’18 seg- ir hann, að börnum með heilar tennur hafi fjölgað úr 5% upp í 44% í Englandi ,en meðaltal skemmdra tanna í hverju barni lækkað úr 6.4 í 2.1. Er þetta afleiðing af því, að á styrjaldartímum dregur mjög úr sætinda- og kökuáti. Loks

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.