Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 13

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 13
HEILSUVERND 75 Læknar um miðja 19. öld telja tanskemmdir í vexti, en voru þó mjög fátíðar miðað við núverandi ástand. Veiga- mestu breytingar á viðurværi þjóðarinnar á 19. öld eru vaxandi sykurneyzla, og upp úr 1880 hraðvaxandi neyzla á hvítu hveiti. Og fjöldi manna, lækna og leikmanna, veitti því eftirtekt, að það var á efnaðri heimilum, sem tannátan gerði fyrst og fremst vart við sig, einmitt þeim heimilum, sem riðu á vaðið með notkun þessara matvæla. En á fá- tækari heimilum og í afskekktum sveitum, þar sem minna var notað af ,,kaupstaðavöru“, fundu læknar varla skemmda tönn við skoðun skólabarna. Og lengi voru tann- skemmdir miklu meiri í kaupstöðum en sveitum, þó að munurinn sé nú lítill eða enginn, enda hafa sveitirnar, illu heilli, lagt niður fyrri tíma matarvenjur og tekið matar- hætti kaupstaðabúa sér til fyrirmyndar. Eins og lesendur Heilsuverndar geta séð í eldri árgöng- um, hafa sumir náttúrulæknar talið aldinsykur og mjólk- ursykur minna skaðlegan en venjulegan hvítan sykur. Rannsóknir síðari ára benda til þess, að ailar þessar sykur- tegundir hafi svipuð áhrif á tennurnar. Þannig hefir ame- rískur lífefnafræðingur, James H. Shaw að nafni, gert til- raunir á rottum um 10 ára skeið. Niðurstaða þeirra rann- sókna er sú, að allar sykurtegundir valdi tannskemmd- um í líkum mæli. Sennilega gildir þetta einnig um púður- sykur, enda er það á misskilningi byggt, þegar sumir halda, að náttúrulæknar mæli með honum sem heilnæmri fæðu- tegund. Hann er sennilega ekki eins óhollur og hvítur sykur, það er allt og sumt. Kenning sú, sem getið var um hér að framan, að þátt- ur sykurs og mjölvis í myndun tannátu væri í því fólginn að mynda hentugan jarðveg fyrir sýrugerla í munni, er vafalaust rétt, eins langt og hún nær. En löngu áður en sú tilgáta hlaut almenna viðurkenningu hafði því verið haldið fram af fræðimönnum, að neyzla sykurs og fínnar mjölvöru hefði í för með sér skort steinefna og fjörefna, og þessi skortur kæmi niður á tönnunum sem og öðrum

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.