Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 19
HEILSUVERND Lækningaaðferðir frú Ölmu Nissen I síðasta hefti Heilsuverndar var skýrt frá lækninga- starfsemi dönsku konunnar frú ölmu Nissen. Hér fer á eftir lýsing hennar sjálfrar á aðferðum þeim, sem hún beit- ir við lækningu liðagigtar. Þegar byrjað var að nota Cortison og ACTH við liða- gigt, fór gleðibylgja um alla liðagigtarsjúklinga, er til þess fréttu. En þeim mun átakanlegri urðu vonbrigðin, þegar í ljós kom, að lækningaáhrif þessara nýju lyfja voru skammvinn, auk þess sem í kjölfar þeirra komu hættulegir fylgikvillar. Spurningin um lækningu þessa sjúkdóms var óleyst sem áður, og vísindamenn vilja ekki hlusta á okkur, sem þykjumst geta bent á orsakir sjúkdómsins og ráð við honum, enda þótt aðferðir okkar beri augljósan og ótví- ræðan árangur. En eftir að ég fékk bata af langvarandi liðagigt, hefi ég talið mér skylt að vísa sem flestum þá náttúrlegu leið, sem kom mér að svo miklum notum. Aðferð sú, sem ég notaði sjálf og hefi síðan beitt við fjölda annarra sjúklinga með hinum ágætasta árangri, er mjög einföld og styðst við kenningar Are Waerlands. Hún er fólgin í innvortis hreinsun likamans og líkamsvefjanna og endurnýjun þess, sem rangir lífshættir hafa eytt. Kartöflusoð er mjög lútargæft. Af því drekka sjúkling- ar mínir hálfan lítra í einu þrisvar á dag, fyrst á morgn- ana og síðan á milli máltíða. Það er drukkið volgt. Það er búið til þannig, að 1 kg af vel þvegnum kartöflum með hýði er skorið í þunnar sneiðar. Sneiðarnar eru settar í telur prófessor Wilska sterkar líkur benda til þess, að syk- urneyzla og tannskemmdir séu meðal orsaka mænuveiki. (Þýtt úr sænsku).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.